Afmælisbörn 31. mars 2025

Á þessum degi eru átta afmælisbörn á skrá Glatkistunnar: Hreiðar Ingi Þorsteinsson tónskáld frá Stykkishólmi er fjörutíu og sjö ára gamall í dag, hann hefur samið fjöldann allan af lögum, t.d. fyrir Pál Óskar og Moniku Abenroth en einnig kom út plata með Hólmfríði Jóhannesdóttur þar sem hún söng lög Hreiðars. Hreiðar er einnig menntaður…

Hljómsveit Sveinbjörns Dýrmundssonar (1992-93)

Hljómsveit Sveinbjörns Dýrmundssonar var starfandi á Hólmavík veturinn 1992 til 93 að minnsta kosti, hugsanlega lengur en heimildir um þessa sveit eru af skornum skammti. Sveinbjörn var sjálfur bassaleikari sveitarinnar og einnig var gítarleikarinn Eyþór Rafn Gissurarson í henni en upplýsingar vantar um aðra meðlimi hennar.

Nesmenn (1966-69)

Hljómsveitin Nesmenn starfaði á sínum tíma í Keflavík. Í Keflavík var mikil tónlistargróska um og eftir miðjan sjöunda áratug síðustu aldar og upp úr þeim farvegi spruttu Nesmenn fram sumarið 1966 en sveitin var stofnuð upp úr Rofum sem var bítlasveit eins og Nesmenn. Ekki liggur alveg fyrir hverjir skipuðu sveitina á hverjum tíma en…

Rain [1] (1967-68)

Bítlasveitin Rain starfaði í Reykjavík í ríflega ár síðari part sjöunda áratugarins áður en hún lagði upp laupana. Rain var stofnuð í ágúst 1967 og var sveitin skipuð fjórum meðlimum, þeim Sveinbirni Dýrmundssyni bassaleikara, Þórarni Erni [?], Einari Vilberg gítarleikara og Gunnari Kárasyni trommuleikara. Steinar Viktorsson var jafnframt á einhverjum tímapunkti trommuleikari sveitarinnar. Sveitin vakti…

Beatniks [2] (1965-66)

Reykvíska hljómsveitin Beatniks (hin síðari) var ein af hinum svokölluðu bítlasveitum en hún var og hét á árunum 1965-66. Beatniks var skipuð nokkrum þekktum einstaklingum eins og Einari Vilberg sem átti eftir að starfa nokkuð við tónlist á næstu árum, Árna Þórarinssyni trommuleikara (síðar blaðamaður og rithöfundur svo fátt eitt sé nefnt) og Ingimundi Sigurpálssyni…

Lexía [2] (1977-93)

Lexía hét húnversk hljómsveit og þótti öflug í sveitaballamenningunni norðan lands á sínum tíma. Hún afrekaði að koma út einni plötu, en það var fyrsta platan sem gefin var út í Húnvatnssýslu. Hljómsveitin var stofnuð 1977 að Laugarbakka í Miðfirði og var lengi skipuð mönnum úr sveitinni í kring, þeir voru Axel Sigurgeirsson trommuleikari, Björgvin…