Afmælisbörn 22. febrúar 2025

Fjölmörg afmælisbörn eru skráð á þessum degi hjá Glatkistunni: Davíð Þór Hlinason gítarleikari er fimmtíu og fimm ára í dag en hann hefur birst í hinum ýmsu hljómsveitum allt frá því að hann var í Sérsveitinni árið 1989. Aðrar sveitir sem Davíð hefur verið í eru t.d. Dos Pilas, Buttercup og nú síðast Nykur þar…

Hljómsveit Trausta Thorberg (1964)

Gítarleikarinn Trausti Thorberg starfrækti um nokkurra mánaða skeið hljómsveit í eigin nafni sem lék á skemmtistaðnum Röðli frá vorinu 1964 og fram á haust. Sigurdór Sigurdórsson var söngvari hljómsveitarinnar frá upphafi en einnig söng Marta Phillips um tíma með henni fyrst um sinn, Helga Sigþórsdóttir kom svo um mitt sumar og söng með sveitinni ásamt…

Hljómsveit Sverris Garðarssonar (um 1947-55 / 1961-62)

Sverrir Garðarsson var fyrst og fremst kunnur fyrir aðkomu sína að félags- og réttindamálum tónlistarmanna, m.a. sem formaður FÍH en hann var einnig lengi starfandi tónlistarmaður og starfrækti hljómsveitir í eigin nafni einkum áður en félagsstörfin tóku yfir. Fyrsta hljómsveit Sverris var í raun skólahljómsveit í gagnfræðideild Austurbæjarskólans þar sem hann var við nám en…

Hljómsveit Gunnars Ormslev (1950-71)

Gunnar Ormslev saxófónleikari starfrækti nokkrar hljómsveitir í eigin nafni frá sjötta og fram á áttunda áratug síðustu aldar en þekktust þeirra sveita var án nokkurs vafa sú sem fór til Sovétríkjanna á heimsmót æskunnar og vakti þar mikla athygli en Haukur Morthens var þá söngvari sveitarinnar. Gunnar hafði starfrækt hljómsveit (GO kvintett) á síðari hluta…

Afmælisbörn 22. febrúar 2024

Fjölmörg afmælisbörn eru skráð á þessum degi hjá Glatkistunni: Davíð Þór Hlinason gítarleikari er fimmtíu og fjögurra ára í dag en hann hefur birst í hinum ýmsu hljómsveitum allt frá því að hann var í Sérsveitinni árið 1989. Aðrar sveitir sem Davíð hefur verið í eru t.d. Dos Pilas, Buttercup og nú síðast Nykur þar…

Heimatilbúna hljómsveitin (1989)

Haustið 1989 hélt Lionsklúbburinn á Bíldudal dansleik og þar lék hljómsveit sem sett var sérstaklega saman fyrir þann eina viðburð, sveitin hlaut nafnið Heimatilbúna hljómsveitin og tók eina æfingu áður en talið var í á þessu fyrsta og eina balli sveitarinnar. Meðlimir Heimatilbúnu hljómsveitarinnar voru þeir Bjarni Þór Sigurðsson gítar- og bassaleikari, Gísli Ragnar Bjarnason…

Sverrir Garðarsson [1] (1935-2021)

Sverrir Garðarsson var um langt árabil virkur í baráttu- og félagsmálum tónlistarmanna hér á landi og barðist fyrir réttindum þeirra sem liðsmaður FÍH, þar af í tæpa tvo áratugi sem formaður félagsins. Sverrir Garðarsson var fæddur 1935 og starfaði sem tónlistarmaður lengi vel, en hann var trommu- og slagverksleikari. Elstu heimildir um spilamennsku hans er…

Afmælisbörn 22. febrúar 2023

Fjölmörg afmælisbörn eru skráð á þessum degi hjá Glatkistunni: Davíð Þór Hlinason gítarleikari er fimmtíu og þriggja ára í dag en hann hefur birst í hinum ýmsu hljómsveitum allt frá því að hann var í Sérsveitinni árið 1989. Aðrar sveitir sem Davíð hefur verið í eru t.d. Dos Pilas, Buttercup og nú síðast Nykur þar…

Afmælisbörn 22. febrúar 2022

Fjölmörg afmælisbörn eru skráð á þessum degi hjá Glatkistunni: Davíð Þór Hlinason gítarleikari er fimmtíu og tveggja ára í dag en hann hefur birst í hinum ýmsu hljómsveitum allt frá því að hann var í Sérsveitinni árið 1989. Aðrar sveitir sem Davíð hefur verið í eru t.d. Dos Pilas, Buttercup og nú síðast Nykur þar…

Tónlistarfólk sem lést á árinu 2021

Um áramót er við hæfi að líta um öxl og minnast tónlistarfólks sem féll frá á árinu 2021, Glatkistan hefur tekið saman lista fjórtán tónlistarkvenna og -manna sem létust á árinu en þau komu að íslenskri tónlistarsögu með mismiklum og ólíkum hætti. Fjóla Karlsdóttir (1936-2021) – dægurlagasöngkona             Gerður Benediktsdóttir…

Skólahljómsveitir Gagnfræðaskóla Austurbæjar (1947-65)

Líkt og við marga af gagnfræðaskólum landsins voru á sínum tíma starfandi skólahljómsveitir við Gagnfræðaskóla Austurbæjar (sem einnig var kallaður Ingimarsskóli eftir fyrsta skólastjóranum) en skólinn starfaði undir því nafni til ársins 1974 en hann hafði verið stofnaður 1918 og gekk fyrst undir nöfnunum Ungmennaskóli Íslands og Gagnfræðaskóli Reykjavíkur áður en Austurbæjarnafnið kom til sögunnar.…

Combo Eyþórs Þorlákssonar (1959-66)

Combo Eyþórs Þorláksson starfaði um nokkurra ára skeið á sjötta og sjöunda áratug síðustu aldar en combo-ið var lengst af húshljómsveit á Röðli. Sveitin kom fyrst fram árið 1959 og var þá skipuð hljómsveitarstjóranum Eyþóri Þorlákssyni gítarleikara, Reyni Jónassyni saxófónleikara, Guðjóni Pálssyni píanóleikara, Hrafni Pálssyni bassaleikara og Guðmundur Steingrímssyni trommuleikara. Haustið 1962 var sveitin ráðin…

Tríó Sverris Garðarssonar (1968-73)

Tríó Sverris Garðarssonar var húshljómsveit á Hótel Loftleiðum á árunum 1968 til 73. Sverrir Garðarsson trommuleikari var hljómsveitarstjóri en ekki liggur fyrir hverjir skipuðu tríóið með honum, þó er ljóst að Ragnar Páll Einarsson gítarleikari var að minnsta kosti hluta starfstíma sveitarinnar í henni, Baldvin Júlíusson og Hilarie Jordan voru meðal þeirra sem sungu með…

Tríó Árna Elfar (1952-54)

Tríó Árna Elfar var sett saman sérstaklega fyrir tónleika með saxófónleikaranum Ronnie Scott sem haldnir voru í Gamla bíói sumarið 1952 en lék reyndar um svipað leyti einnig á Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum. Tríóið hélt áfram störfum eftir tónleikana og spilaði einnig með píanóleikaranum Cab Kaye ári síðar og svo einnig undir söng bresku söngkonunnar Lindu…