Söngbók Glatkistunnar stækkar

Vikuskammtur Glatkistunnar er með öðru sniði að þessu sinni en venjulega því nú brestur á með nýjum textaskammti – á fjórða hundrað texta bætast nú við þá ríflega þrjú þúsund texta sem finna má fyrir á Glatkistuvefnum. Hér eru nýlegir textar með hljómsveitum og listafólki eins og Flott, Elínu Hall, Myrkva og Iceguys í bland…

Yfir 400 söngtextar bætast við Glatkistuna

Á fimmta hundrað sönglagatextar hafa nú bæst í textasafn Glatkistunnar en textasafnið á vefsíðunni spannar nú um þrjú þúsund slíka, þeirra á meðal má finna allt frá algengustu partíslögurum til sjaldheyrðra texta sem hvergi annars staðar er að finna á víðáttum Internetsins. Í þessum nýja skammti kennir ýmissa grasa og hér er helst að nefna…

Um 500 textar bætast við Glatkistuna

Á miðvikudögum er venjan að nýtt efni bætist í gagnagrunn Glatkistunnar en að þessu sinni er brugðið út af vananum í tilefni af Degi íslenskrar tungu og bætt í textaflóruna í staðinn, yfir fimm hundruð textar af ýmsu tagi hafa þannig bæst við textabanka síðunnar í viðbót við þá tvö þúsund og eitt hundrað sem…

300 textar bætast í Glatkistuna

Venju samkvæmt á miðvikudögum bætist við efni á Glatkistuna en að þessu sinni er ekki um að ræða viðbót við gagnagrunn síðunnar heldur textaflóruna, ríflega 300 söng- og dægurlagatextar frá ýmsum áttum og tímum bætast nú í þann flokk. Þess má geta að á næstu dögum mun tíu þúsundasta Glatkistufærslan líta dagsins ljós en vefsíðan…

Yfir 300 textar bætast við Glatkistuna

Um 330 textar bætast nú við textaflóru Glatkistunnar þetta miðvikudagseftirmiðdegi og kennir þar ýmissa grasa – til að mynda er fjöldi nýútkominna texta meðal þeirra. Þetta eru textar með listamönnum eins og Bríeti, Myrkva, Emmsjé Gauta, Afkvæmum guðanna, Björgvini Halldórssyni, Elínu Halldórsdóttur, Baggalúti, Róberti Erni Hjálmtýssyni (hljómsveitinni Ég) o.fl. en hér má einnig finna mikinn…

Textar (1965-66)

Hljómsveitin Textar var ein af mörgum bítlasveitum sem voru starfandi um miðjan sjöunda áratug síðustu aldar. Varla hefði sveitin fengið þá athygli sem hún hlaut nema fyrir það að trommuleikari hennar var stúlka, Halldóra Halldórsdóttir. Og reyndar var það auglýst sérstaklega þegar sveitin kom fram. Aðrir meðlimir Texta voru Magnús Guðbrandsson gítarleikari, Benedikt Torfason [söngvari…

Fjöldi jólatexta bætist í safn Glatkistunnar

Aragrúa jólalagatexta og -sálma var bætt inn í textaflóru Glatkistunnar rétt í þessu, þá eru vel á annað hundrað slíkra texta á Glatkistuvefnum en ef allir textar eru meðtaldir eru þeir ríflega sjö hundruð talsins. Textasafnið er og verður ekki neitt sérstakt áhersluatriði á Glatkistunni en þó munu af og til bætast við textar eftir…

Um 600 textar bætast við Glatkistuna

Heilmikið efni bættist í Glatkistuna nú í vikunni þegar um sex hundruð íslenskir lagatextar voru settir inn á vefsíðuna. Um er að ræða texta og ljóð úr ýmsum áttum og ýmsum tímum, allt frá barnagælum til jólasálma og auðvitað allt þar á milli en mestmegnis eru þetta dægurlagatextar. Hér er um að ræða hreina viðbót við…