Afmælisbörn 5. desember 2025

Þá er komið að afmælisbörnum Glatkistunnar en að þessu sinni eru sex slík á skrá: Lýður Árnason læknir og tónlistarmaður frá Flateyri á sextíu og þriggja ára afmæli í dag. Lýður hefur komið víða við á tónlistarferli sínum, verið í hljómsveitum á borð við Kartöflumúsunum, Vítamíni, Grjóthruni í Hólahreppi og Göglum svo fáeinar séu nefndar.…

Afmælisbörn 5. desember 2024

Þá er komið að afmælisbörnum Glatkistunnar en að þessu sinni eru sex slík á skrá: Lýður Árnason læknir og tónlistarmaður frá Flateyri á sextíu og tveggja ára afmæli í dag. Lýður hefur komið víða við á tónlistarferli sínum, verið í hljómsveitum á borð við Kartöflumúsunum, Vítamíni, Grjóthruni í Hólahreppi og Göglum svo fáeinar séu nefndar.…

Hljómsveit Jarþrúðar (1989-94)

Hljómsveit Jarþrúðar starfaði um nokkurra ára skeið um og upp úr 1990, og sendi frá sér lög á safnplötum, sveitin var lengst af kvennasveit. Hljómsveit Jarþrúðar var stofnuð árið 1989 af Lilju Steingrímsdóttur hljómborðsleikara og Ólafíu Hrönn Jónsdóttur söngvara og gítarleikara, og starfaði sveitin sem dúett fyrst um sinn, Lana Kolbrún Eddudóttir bassaleikari, Gunnar Erlingsson…

Sveitasveitin Hundslappadrífa (1994-2005)

Sveitasveitin Hundslappadrífa vakti nokkra athygli undir lok síðustu aldar þegar sveitin sendi frá sér plötu en tónlist hennar þótti svolítið sér á báti, frumsamið þjóðlagaskotið rokk með vönduðum textum knúin af fremur óhefðbundinni hljóðfæraskipan. Sögu Hundslappadrífu má rekja allt aftur til 1994 þegar bræðurnir Þorkell Sigurmon og Þormóður Garðar Símonarsynir frá Görðum í Staðarsveit á…

Six pack latino (1998-2001)

Hljómsveitin Six pack latino vakti heilmikla athygli rétt fyrir síðustu aldamót með suður-amerískri latino tónlist, og sendi frá sér plötu með slíkri tónlist. Segja má að rætur sveitarinnar hafi að mestu legið í hljómsveitinni Diabolus in musica sem hafði starfað á áttunda áratugnum en þau Jóhanna V. Þórhallsdóttir söngkona, Páll Torfi Önundarson gítarleikari og Tómas…

Sirkus Homma Homm (2003-04)

Sirkus Homma Homm var hljómsveit sett saman fyrir Gay-pride hátíðina sumarið 2003 og var aldrei hugsuð sem langtímaverkefni, sveitin starfaði þó eitthvað áfram og lék t.d. á dansleik árið 2004. Meðlimir sveitarinnar voru Tómas M. Tómasson bassaleikari (Hommi Homm – sem sveitin er kennd við) en ekki er að fullu ljóst hverjir aðrir skipuðu hana…

Mánudags-blúskvöld á Hilton

Blúsfélag Reykjavíkur stendur fyrir blúskvöldi mánudagskvöldið 5. febrúar á milli kl. 21:00 og 23:00 í Vox Club salnum á Hilton Reykjavík Nordica (gengið inn hægra megin við anddyrið). Það er blússveitin Hráefni sem kemur þar fram en hún er skipuð þeim Valdimari Erni Flygenring söngvara og gítarleikara, Þorleifi Guðjónssyni bassaleikara, Þórdísi Claessen trommuleikara og Valgeiri…

Ný plata frá Hráefni

Hljómsveitin Hráefni sendi nýlega frá sér smáskífu með frumsömdu blúsrokki. Á plötunni er að finna þrjú lög eftir meðlimi sveitarinnar við texta Valdimars Arnar Flygenring söngvara hennar. Hráefni er skipuð auk Valdimars sem syngur og leikur á gítar, þeim Þorleifi Guðjónssyni bassaleikara, Bergþóri Morthens gítarleikara og Þórdísi Claessen trommuleikara en auk þeirra koma fram á…

Dritvík (1991-92)

Kvennapönktríóið Dritvík vakti nokkra athygli þann tíma sem hún starfaði en afurðir þess komu út á tveimur safnsnældum 1991. Dritvík var að líkindum stofnuð haustið 1990 en hún kom fram opinberlega í desember það ár. Meðlimir sveitarinnar voru Steinunn H. Blöndal bassaleikari, Oddný Eir Ævarsdóttir söngkona og Heiða Jóhannesdóttir gítarleikari (síðar kvikmyndagagnrýnandi á Morgunblaðinu). Líklega…