Mánudags-blúskvöld á Hilton

Blúsfélag Reykjavíkur stendur fyrir blúskvöldi mánudagskvöldið 5. febrúar á milli kl. 21:00 og 23:00 í Vox Club salnum á Hilton Reykjavík Nordica (gengið inn hægra megin við anddyrið).

Það er blússveitin Hráefni sem kemur þar fram en hún er skipuð þeim Valdimari Erni Flygenring söngvara og gítarleikara, Þorleifi Guðjónssyni bassaleikara, Þórdísi Claessen trommuleikara og Valgeiri Skagfjörð hljómborðsleikara. Í fyrri hálfleik spila þeir Tryggvi Hübner gítarleikari, Halldór Bragason gítarleikari, Björgvin Ploder trommuleikari og Jón Ólafsson bassaleikari. Sérstakur gestur á þessu blúskvöldi er söngvarinn Páll Rósinkranz.

Um er að ræða svokallað samfélagslega ábyrgt blúskvöld og er það tileinkað Guðna Má Henningssyni dagskrárgerðarmanni en hann er að flytja til Spánar. Miðasala er við innganginn.

Húsið opnar kl. 19:00 og er matseðill frá VOX restaurant.