Hunangstunglið (1987-90)

Hunangstunglið eða Geiri Sæm og Hunangstunglið eins og hún var upphaflega kölluð var sett saman í tengslum við útgáfu sólóplötu Ásgeirs Sæmundssonar (Geira Sæm) – Fíllinn, sem kom út haustið 1987. Sveitin starfaði svo áfram og kom að næstu plötu Geira sem einnig kom út í nafni hljómsveitarinnar. Hunangstunglið var stofnuð sumarið 1987 og höfðu…

Hljómsveit Siggu Beinteins (1987-88 / 1994)

Í nokkur skipti hafa hljómsveitir starfað í nafni Sigríðar Beinteinsdóttur söngkonu, stundum hefur það verið í formi tímabundinna eða stakra verkefna en einnig til lengri tíma – engar þessar hljómsveitir hafa þó sent frá sér efni til útgáfu eða útvarpsspilunar. Fyrsta Hljómsveit Siggu Beinteins (eða Hljómsveit Sigríðar Beinteinsdóttur) var sett saman vorið 1987 til að…

Hljómsveit Gunnars Þórðarsonar (1975 / 1983-2018)

Hljómsveitir í nafni Gunnars Þórðarsonar skipta líklega tugum, sú fyrsta var líkast til sett saman árið 1975 en frá árinu 1983 stjórnaði hann fjöldanum öllum af hljómsveitum sem léku í tónlistarsýningum á Broadway, Hótel Íslandi og miklu víðar. Upplýsingar um þessar sveitir eru mis aðgengilegar enda sáu þær mestmegnis um vandaðan undirleik á framangreindum sýningum…

Hít (1995)

Danshljómsveitin Hít var skammlíf sveit sem starfaði vorið 1995 og lék á fáeinum dansleikjum á höfuðborgarsvæðinu. Meðlimir hennar voru Sigrún Eva Ármannsdóttir söngkona, Birgir J. Birgisson hljómborðsleikari, Þórður Guðmundsson bassaleikari, Tómas Jóhannesson trommuleikari og Sigurgeir Sigmundsson gítarleikari.

Sprakk (1988-91)

Hljómsveitin Sprakk var starfrækt á höfuðborgarsvæðinu um þriggja ára skeið í kringum 1990, reyndar með einhverjum hléum en sveitin lék víða á dansleikjum bæði utan og innan borgarmarkanna. Sprakk var stofnuð á fyrri hluta árs 1988 og þá voru í henni Hafþór Guðmundsson trommuleikari, Kjartan Valdemarsson hljómborðsleikari, Þórður Guðmundsson bassaleikari, Eðvarð Lárusson gítarleikari og Haukur…

Chaplin (1978-83)

Hljómsveitin Chaplin starfaði um nokkurra ára skeið í Borgarnesi í kringum 1980, réttara væri þó að segja nokkurra sumra skeið því hún starfaði mestmegnis yfir sumartímann enda voru einhverjir meðlimir hennar við nám og störf utan þjónustusvæðis á veturna ef svo mætti komast að orði. Chaplin var stofnuð sumarið 1978 og voru meðlimir hennar þá…

Grumbl (1991)

Bræðingssveitin Grumbl kom fram á tónleikum tengdum djasshátíðinni Rúrek vorið 1991 en sveitin lék að mestu frumsamið efni. Sveitina skipuðu þeir Ari Einarsson gítarleikari, Kjartan Valdemarsson hljómborðsleikari, Hafþór Guðmundsson trommuleikari, Pétur Einarsson slagverksleikari og Þórður Guðmundsson bassaleikari. Sveitin virðist aðeins hafa verið sett saman fyrir þessa einu uppákomu.

Mandala (1980)

Hljómsveitin Mandala var ballsveit starfandi í Grundarfirði árið 1980, hugsanlega þó aðeins yfir sumartímann. Meðlimir sveitarinnar voru þeir Kristján Þ. Guðmundsson píanóleikari, Birgir Guðmundsson gítarleikari, Þórður Guðmundsson bassaleikari (bróðir Birgis) og Ari Agnarsson trommuleikari, upplýsingar vantar um nafn söngvara sveitarinnar sem og starfstíma hennar og hugsanlegar mannabreytingar í henni.

Þrymur (1984)

Hljómsveitin Þrymur var eins konar skammlíft hliðarverkefni rekið samhliða hljómsveitinni Þrek en sveitirnar innihéldu sömu meðlimina sem voru Halldór Erlendsson gítarleikari, Þórður Guðmundsson bassaleikari, Pétur Einarsson trommuleikari, Kjartan Valdemarsson hljómborðsleikari og Þórður Bogason söngvari. Sveitin átti lag á safnplötunni SATT 1 sem gefin var út 1984.

Þrek (1983-85)

Hljómsveitin Þrek var starfandi í Reykjavík um miðjan níunda áratug síðustu aldar, sveitin var ekki áberandi í skemmtanalífinu en mun hafa notið nokkurra vinsælda á Vesturlandi þaðan sem tveir meðlimir hennar voru ættaðir. Þrek var stofnuð í upphafi ársins 1983 og voru meðlimir hennar þá Halldór Erlendsson gítarleikari, Kristján Óskarsson hljómborðsleikari (Upplyfting o.fl.), Gústaf Guðmundsson…

N1+ (1994)

N1+ (Enn einn plús) var hljómsveit sem herjaði á sveitaballamarkaðinn 1994. Meðlimir þessarar sveitar voru Sigríður Beinteinsdóttir söngkona, Guðmundur Jónsson gítarleikari, Friðrik Karlsson gítarleikari, Þórður Guðmundsson bassaleikari og Halldór Gunnlaugur Hauksson trommuleikari. Hljómsveitin hafði mánuðina á undan starfað á Hótel Íslandi (frá áramótum) undir nafninu Hljómsveit Siggu Beinteins og þá einnig haft hljómborðsleikarann Eyþór Gunnarsson…

Samkór Tálknafjarðar (1973-93)

Litlar heimildir er að finna um Samkór Tálknafjarðar sem var starfræktur á árunum 1973 til 1978 að minnsta kosti, og síðan frá 1990 til 1993. Hugsanlegt er að starfsemi kórsins hafi verið samfelld til 1993 og jafnvel lengur en heimildir þess eðlis finnast ekki. Ekki liggur fyrir hver fyrst stjórnandi kórsins var frá stofnun hans…