Hirosima (um 1970)

Hljómsveitin Hirosima starfaði á Siglufirði um og upp úr 1970, ekki liggur þó fyrir hversu lengi, sveitin lék líklega upphaflega hefðbundið bítlarokk en þróaðist svo yfir í progrokk og varð mun þyngri. Meðlimir Hirosima voru þeir Kristján Elíasson trommuleikari, Guðmundur Ingólfsson söngvari og bassaleikari, Sigurður Hólmsteinsson gítarleikari og Guðmundur Ragnarsson gítarleikari. Eiður Örn Eiðsson (X-izt,…

Hendrix (1968-70)

Unglingahljómsveit sem bar nafnið Hendrix starfaði á Siglufirði að öllum líkindum á árunum 1968-70 og hefur væntanlega leikið einhvers konar blúsrokk. Þessi sveit var hugsanlega stofnuð haustið 1968 og voru meðlimir hennar í upphafi þeir Þórhallur Benediktsson gítarleikari, Viðar Jóhannsson bassaleikari og Óttar Bjarnason trommuleikari. Leó R. Ólason orgelleikari bættist fljótlega í hópinn og síðan…

Gautar (1955-97)

Hljómsveitina Gauta frá Siglufirði má með réttu telja með langlífustu hljómsveitum Íslandssögunnar en sveitin starfaði á sínum tíma í rúmlega fjóra áratugi og enn lengur ef talinn er með sá tími sem forsprakkar sveitarinnar, bræðurnir Guðmundur Óli og Þórhallur Þorlákssynir störfuðu sem Gautlandsbræður en nafni sveitar þeirra var breytt í Gauta árið 1955 og er…

Miðaldamenn (1970-2014)

Hljómsveitin Miðaldamenn er ásamt Gautum þekktasta hljómsveit Siglfirðinga en hún hefur starfað með hléum frá 1970. Fjöldi manna og kvenna hafa farið í gegnum þessa sveit og hún hefur sent frá sér fáeinar plötur. Miðaldamenn voru stofnaðir haustið 1970 og voru upphaflegir meðlimir hennar Bjarki Árnason, Þórður Kristinsson, og Magnús Guðbrandsson en Sturlaugur Kristjánsson bættist…

Frum [1] (1971-74)

Siglfirska hljómsveitin Frum starfaði um ríflega tveggja ára skeið á árunum 1971-74 en hana stofnuðu Guðni Sveinsson, Birgir A. Ingimarsson trommuleikari, Viðar Böðvarsson[?] bassaleikari og Guðmundur Ingólfsson haustið 1973. Þeir Guðni og Guðmundur gætu hafa verið gítarleikarar. Leó Reynir Ólason orgelleikari, bættist snemma í hópinn og þegar Viðar bassaleikari hætti í sveitinni flutti hann sig…