Afmælisbörn 2. ágúst 2025

Í dag koma þrjú tónlistartengd afmælisbörn við sögu á skrá Glatkistunnar: Hlynur Aðils Vilmarsson tónlistarmaður er fjörutíu og níu ára gamall á þessum degi. Hlynur starfaði með ungsveitum á borð við No comment og Strigaskóm nr. 42 hér áður en hann fór í tónsmíðanám en hann hefur unnið til og verið tilnefndur til ýmissa verðlauna…

Afmælisbörn 2. ágúst 2024

Í dag koma þrjú tónlistartengd afmælisbörn við sögu á skrá Glatkistunnar: Hlynur Aðils Vilmarsson tónlistarmaður er fjörutíu og átta ára gamall á þessum degi. Hlynur starfaði með ungsveitum á borð við No comment og Strigaskóm nr. 42 hér áður en hann fór í tónsmíðanám en hann hefur unnið til og verið tilnefndur til ýmissa verðlauna…

Tommi rótari (1990-91)

Hljómsveitin Tommi rótari var starfrækt á Selfossi í byrjun tíunda áratugar síðustu aldar og var skipuð liðsmönnum um tvítugt, sem flestir áttu eftir að láta að sér kveða síðar í íslenskri popptónlist. Sveitin mun hafa orðið til í kringum uppfærslu áhugafólks á Selfossi um leiklist og kom þá að söngleiknum Glórulausri æsku sem sett var…

Nonni og mannarnir (1988-89)

Nonni og mannarnir var sunnlensk hljómsveit skipuð meðlimum um tvítugt úr Árnes- og Rangárvallasýslum, og lék á sveitaböllum á Suðurlandsundirlendinu 1988 og 89. Meðlimir sveitarinnar voru Nonni eða Jón Arnar Magnússon trommuleikari, Lárus Ingi Magnússon söngvari, Þórir Gunnarsson bassaleikari, Heimir Eyvindarson hljómborðsleikari og Hörður Hákonarson gítarleikari. Sveitin hætti störfum haustið 1989 þegar Jón Arnar tók…

Pass [4] (1992-)

Hljómsveitin Pass frá Hveragerði hefur skemmt heimafólki og nærsveitungum um árabil og meira að segja gefið út tónlist sína. Tíðar mannabreytingar hafa þó einkennt sveitina eins og oft er með langlífar hljómsveitir. Pass var stofnuð 1992 í blómabænum Hveragerði en stofnliðar sveitarinnar voru Kristinn Grétar Harðarson trommuleikari og söngvari, Óttar Hrafn Óttarsson söngvari, Sölvi Ragnarsson…

Trinity [1] (1980-86)

Hljómsveitin Trinity frá Selfossi starfaði á níunda áratug síðustu aldar en hún var skipuð ungum tónlistarmönnum. Sveitin var stofnuð haustið 1980 og þá voru meðlimir hennar líklega allt niður í tíu ára gamlir, þeir félagar áttu svo eftir að leika á skólaböllum um nokkurra ára skeið og starfaði sveitin að líkindum til ársins 1986. Meðlimir…