Afmælisbörn 15. desember 2025

Í dag eru skráð sex tónlistartengd afmælisbörn, þau eru þessi: Söngvarinn Herbert Guðmundsson (Hebbi) er sjötíu og tveggja ára gamall í dag. Hann var áður söngvari fjölmargra hljómsveita eins og Pelican, Eikur, Raflosts, Tilveru, Sólskins, Ástarkveðju, Stofnþels og Kan svo nokkrar vel valdar séu nefndar en þekktastur er hann þó fyrir sólóferil sinn, fyrst og…

Hrafnar [1] (1965-66)

Veturinn 1965-66 var starfandi hljómsveit innan Menntaskólans á Laugarvatni undir nafninu Hrafnar, þar var á ferð hluti hljómsveitarinnar Mono system sem hafði starfað innan skólans veturinn á undan en með mannabreytingunum var ákveðið að skipta um nafn og taka upp Hrafna-nafnið. Meðlimir Hrafna voru þeir Þorvaldur Örn Árnason bassaleikari, Páll V. Bjarnason orgelleikari, Jón Páll…

Afmælisbörn 15. desember 2024

Í dag eru skráð sex tónlistartengd afmælisbörn, þau eru þessi: Söngvarinn Herbert Guðmundsson (Hebbi) er sjötíu og eins árs gamall í dag. Hann var áður söngvari fjölmargra hljómsveita eins og Pelican, Eikur, Raflosts, Tilveru, Sólskins, Ástarkveðju, Stofnþels og Kan svo nokkrar vel valdar séu nefndar en þekktastur er hann þó fyrir sólóferil sinn, fyrst og…

Söngkvartett ML (1960-68)

Innan Menntaskólans á Laugarvatni störfuðu söngkvartettar stóran hluta sjöunda áratugar síðustu aldar og hefur Glatkistan upplýsingar um nokkra slíka. Sá fyrsti var starfandi um 1960 og hann skipuðu þeir Gestur Steinþórsson fyrsti tenór, Sigurður Rúnar Símonarson annar tenór, Þórhallur Hróðmarsson fyrsti bassi og Sigurjón Jónsson annar bassi. Ingimar Eydal annaðist undirleik og æfði kvartettinn. Næsti…

Mono system (1964-65)

Hljómsveitin Mono system (Monosystem) var eins konar skólahljómsveit innan Menntaskólans á Laugarvatni veturinn 1964-65. Meðlimir sveitarinnar voru þeir Þorvaldur Örn Árnason bassaleikari, Stefán Ásgrímsson gítarleikari, Jens Þórisson gítarleikari, Páll V. Bjarnason hljómborðsleikari og Guðmundur Harðarson trommuleikari. Mono system lék á dansleikjum og öðrum samkomum mestmegnis innan ML og annarra skóla í héraðinu þennan vetur, en…

Vinir og vandamenn [1] (1966-67)

Veturinn 1966-67 starfaði bítlahljómsveit við Menntaskólann á Laugarvatni og bar hún heitið Vinir og vandamenn, hún mun hafa verið stofnuð upp úr Hröfnum sem einnig starfaði við skólann. Meðlimir sveitarinnar voru þeir Atli Gunnar Guðmundsson söngvari og gítarleikari, Einar Örn Guðjohnsen trommuleikari, Þorvaldur Örn Árnason bassasleikari og Hafsteinn Guðfinnsson gítarleikari. Líklega var Sverrir Kristinsson gítarleikari…

Blóm afþökkuð (1967-68)

Bítlasveitin Blóm afþökkuð starfaði innan Menntaskólans á Laugarvatni vorið 1967 og síðan veturinn 1967-68. Meðlimir sveitarinnar voru þeir Björn Bergsson söngvari og gítarleikari, Bjarni Fr. Karlsson trommuleikari, Guðmundur Svavarsson bassaleikari og Sverrir Kristinsson söngvari og gítarleikari. Þá gætu Þorvaldur Örn Árnason bassaleikari og Einar Örn Stefánsson trommuleikari einnig hafa komið við sögu hennar.

Bastillan (1970)

Hljómsveitin Bastillan starfaði í nokkra mánuði frá því um sumarið 1970 og fram á haustið sama ár en í raun var um að ræða sömu sveit og borið hafði nafnið Eldar. Meðlimir sveitarinnar voru þeir Magnús Kjartansson (síðar myndlistamaður) söngvari og gítarleikari, Bragi Árnason trommuleikari, Þorvaldur Örn Árnason bassaleikari og söngvari og Guðmar Ragnarsson cordovoxleikari…

Samstilling [félagsskapur] (1982-97)

Söng- og skemmtifélagið Samstilling var félagsskapur sem starfaði um fimmtán ára skeið seint á síðustu öld. Það mun hafa verið söngvaskáldið Bergþóra Árnadóttir sem hafði veg og vanda af stofnun félagsins haustið 1982 og starfaði það líklega fram á vorið 1997, þó ekki alveg sleitulaust. Um var að ræða (misstóran) hóp fólks sem kom saman…

Kjarabót [1] (1978-80)

Söngsveitin Kjarabót starfaði um tveggja ára skeið, stofnaður vorið 1978 og starfaði fram eftir sumri 1980. Lengi vel bar hópurinn ekkert nafn og var því iðulega kallaður Nafnlausi sönghópurinn en nafnið Kjarabót kom til sögunnar í febrúar 1979. Fjöldi söngvara (og hljóðfæraleikara) var eitthvað á reiki en yfirleitt voru tíu til tólf manns í hópnum.…