Hitaveitan [2] (1989-92)

Hljómsveitin Hitaveitan starfaði austur á Héraði um nokkurra ára skeið í kringum 1990, líklega á Egilsstöðum. Sveitin var stofnuð að öllum líkindum stofnuð árið 1989 og hana skipuðu í upphafi þeir Sigurður H. Sigurðsson trommuleikari, Guðlaugur Sæbjörnsson bassaleikari, Stefán Bragason hljómborðsleikari og Þorvarður B. Einarsson gítarleikari. Haustið 1990 bættist í hópinn Anna B. Guðjónsdóttir söngkona…

Straumrof (1976-77)

Hljómsveitin Straumrof starfaði á austanverðu landinu, að öllum líkindum á Egilsstöðum um eins árs skeið 1976 og 1977. Sveitin mun hafa verið stofnuð haustið 1976 og voru meðlimir hennar í upphafi þeir Guðjón Sigmundsson bassaleikari, Gunnlaugur Ólafsson söngvari, Stefán Jóhannsson gítarleikari, Steinar Guðgeirsson trommuleikari og Þorvarður B. Einarsson gítarleikari. Um sumarið 1977 tók Valgeir Skúlason…

Mánatríóið [1] (1985-86)

Veturinn 1985 til 86 starfaði hljómsveit á Héraði undir nafninu Mánatríóið og voru meðlimir þeirrar sveitar Þorvarður B. Einarsson gítarleikari, Stefán Bragason hljómborðsleikari og Friðjón Jóhannsson bassaleikari. Ekki liggja fyrir upplýsingar um hver þeirra söng en líklegast hlýtur að teljast að Friðjón hafi verið í því hlutverki.

Völundur (1972-77)

Hljómsveitin Völundur er án nokkurs vafa ein þekktasta hljómsveit sem starfaði á austanverðu landinu á áttunda áratug síðustu aldar, það er þó ekki fyrir gæði eða vinsældir sem sveitin hlaut athygli heldur miklu fremur vegna blaðaskrifa og ritdeilna um sveitina. Sveitin starfaði á Egilsstöðum og voru meðlimir hennar þaðan og úr nágrenninu, hún var stofnuð…

Tríó Valgeirs (1984-86 / 1990-93)

Tríó Valgeirs starfaði á Egilsstöðum um árabil á níunda og tíunda áratug síðustu aldar. Björn Hallgrímsson bassaleikari, Tómas Tómasson gítarleikari og Valgeir Skúlason trommuleikari mynduðu kjarna tríósins en aðal starfstími hennar var á árunum 1984 til 86. Sveitin var í pásu á árunum 1986-90 en byrjaði aftur þá og starfaði líklega til 1993, þó ekki…

Thule 2,5% (1972)

Upplýsingar um hljómsveitina Thule 2,5% óskast sendar Glatkistunni en hún var starfandi á Eiðum 1972, að öllum líkindum við Alþýðuskólann. Meðlimir sveitarinnar voru þeir Friðjón Jóhannsson bassaleikari og söngvari, Steinar Björgvinsson trommuleikari og Þorvarður Bessi Einarsson gítarleikari.

Fimm á floti (1980-81)

Fimm á floti var starfrækt á Héraði veturinn 1980-81. Meðlimir þessarar sveitar voru Birgir Björnsson saxófónleikari, Eyþór Hannesson hljómborðsleikari, Valgeir Skúlason trommuleikari, Þorvarður B. Einarsson gítarleikari og Helgi Arngrímsson bassaleikari.