Perlan [1] (1967-69)

Hljómsveitin Perlan var ísfirsk, starfandi 1967-69. Sveitin innihélt Rafn Jónsson trommara, Ásgeir Ásgeirsson bassaleikara, Guðmund Baldursson gítarleikara og Þráin Sigurðsson orgelleikara. Perlan var einhvers konar skólahljómsveit enda voru meðlimir hennar allir á grunnskólaaldri, og gekk hún um tíma undir nafninu Útför Rabba Jóns. Ekki liggja fyrir frekari upplýsingar um sveitina.

Rabbi (1954-2004)

Rafn Jónsson tónlistarmaður (f. 1954) eða Rabbi eins og hann var iðulega nefndur, á rætur sínar að rekja til Vestfjarða og starfaði hann lengst af á Ísafirði þótt fæddur sé á Suðureyri við Súgandafjörð. Rafn var á Ísafirði trommuleikari í hljómsveitum eins og Perlunni/Útför Rabba Jóns, Náð, Ýr (sem gaf út plötuna Ýr er skýr/Ýr…

Útför Rabba Jóns (um 1975)

Hljómsveitin Útför Rabba starfaði á Ísafirði á áttunda áratugnum, en sveitin hét áður Perlan. Rafn Jónsson var trommuleikari í henni en ekki liggur fyrir hverjir aðrir voru meðlimir sveitarinnar, eða um tilvist hennar almennt.