Afmælisbörn 11. maí 2020

Jóhann Hjörleifsson

Eitt afmælisbarn er á skrá Glatkistunnar á þessum degi:

Jóhann (Óskar) Hjörleifsson trommu- og slagverksleikari með meiru er fjörutíu og sjö ára gamall. Jóhann er trommuleikari Sálarinnar hans Jóns míns en hefur aukinheldur leikið með sveitum eins og Jagúar, Rokkabillíbandi Reykjavíkur, Stórsveit Reykjavíkur, Trix, Ullarhöttunum, Tríó Björns Thoroddsen og Straumum & Stefáni. Session-mennska hefur þó öðru fremur einkennt feril trommuleikarans og eru þær fáar sólóplöturnar sem Jóhann hefur ekki verið beðinn um að leika inn á.