Í kringum 1990 var stafrækt hljómsveit á Akureyri sem gekk undir nafninu H-inn, af því er virðist.
Meðlimir þessarar sveitar voru Ásbjörn Blöndal [?], Magnús Guðmundsson [?], Oddur Árnason [?], Ómar Árnason [?] og einn meðlimur til viðbótar sem var söngvari en um nafn hans er ekki vitað.
Óskað er eftir frekari upplýsingum um þessa sveit s.s. hljóðfæraskipan sem og nafn söngvarans, hvenær hún starfaði og hversu lengi.


