Hljómsveit Birgis Gunnlaugssonar (1974-2004)

Tónlistarmaðurinn Birgir Gunnlaugsson starfrækti hljómsveit/ir líklega nokkuð samfleytt í um þrjá áratugi eða allt frá árinu 1974 og fram á þessa öld, jafnframt hefur hljómsveitin komið við sögu á nokkrum plötum en tvær þeirra voru gefnar út í nafni sveitarinnar. Birgir Gunnlaugsson stofnaði sína fyrstu hljómsveit af því er virðist árið 1974 og voru meðlimir…

Hafrót (1973-2017)

Það finnast vart lífseigari ballsveitir en hljómsveitin Hafrót sem mun hafa starfað nokkuð samfleytt í yfir fjörutíu ár, reyndar með miklum mannabreytingum – það miklum reyndar að upprunalegu meðlimir sveitarinnar höfðu fyrir löngu síðan yfirgefið hana þegar hún hætti störfum. Reyndar var það svo við upplýsingaöflun þessarar umfjöllunar að efi kom upp að um sömu…

Saga Class [2] (1993-2014)

Um langt árabil var hljómsveit starfandi undir nafninu Saga Class (einnig voru rithættirnir Saga Klass og Sagaklass notaðir) en sveitin var lengst af húshljómsveit í Súlnasal Hótel Sögu enda vísar nafn sveitarinnar til hótelsins. Hópurinn sem skipaði sveitina hafði um nokkurra ára skeið á undan verið starfandi undir nafninu Sambandið og hafði meira að segja…

Boogie [1] (1988-89)

Danhljómsveit sem bar heitið Boogie starfaði í um ár, 1988 og 89. Meðlimir sveitarinnar voru þeir Ari Jónsson söngvari og trommuleikari, Albert Pálsson söngvari og hljómborðsleikari, Gunnar Guðjónsson bassaleikari og Sverrir Konráðsson gítarleikari. Hörður Friðþjófsson gítarleikari var um tíma í sveitinni, ekki liggur þó fyrir hvort hann tók við af Sverri eða var samtíða honum…

Tríó Birgis Gunnlaugssonar (1975)

Tríó Birgis Gunnlaugssonar var skammlíf sveit, stofnuð sumarið 1975 upp úr Bítlunum sem Birgir Gunnlaugsson hafði þá starfrækt um tíma. Þeir Grétar Guðmundsson trommuleikari og Gunnar Bernburg höfðu verið með Birgi í Bítlunum en líklega fylgdi hvorugur þeirra yfir í nýju sveitina, Jón I. Óskarsson trommuleikari og Albert Pálsson hljómborðsleikari léku hins vegar með Birgi…

Sambandið (1989-95)

Hljómsveitin Sambandið var nokkuð áberandi á sínum tíma og herjaði einkum á árstíðar- og þorrablótamarkaðinn. Sveitin var stofnuð 1989 og var ráðin sem húshljómsveit í Þórscafé. Fyrst um sinn voru meðlimir hennar Reynir Guðmundsson söngvari, Bjarni Helgason trommuleikari og söngvari, Gunnar Guðjónsson bassaleikari, Albert Pálsson hljómborðsleikari og söngvari og Hörður Friðþjófsson gítarleikari. Smám saman fór…

Dóminik (1976-79)

Hljómsveitin Dóminik (Dominik) lék víða á dansstöðum höfuðborgarsvæðisins á sínum tíma og var höfuðvígi þeirra í Hafnarfirðinum, svo ekki er ólíklegt að sveitin hafi verið starfrækt þar í bæ. Elstu heimildir um sveitina er að finna frá 1976 og virðist hún hafa starfað þar til í byrjun árs 1979 að minnsta kosti. Mannabreytingar voru einhverjar…

Skóhljóð (1970-73 / 1990-99)

Unglingahljómsveitin Skóhljóð starfaði í Hagaskóla um og upp úr 1970. Sveitin sigraði í hljómsveitakeppni í Húsafelli um verslunarmannahelgina 1972 og voru meðlimir hennar þá Eiríkur Thorsteinsson bassaleikari, Jónas Björnsson trommuleikari (Fresh, Cabaret o.fl.), Ásgrímur Guðmundsson gítarleikari og Ragnar Björnsson söngvari. Þeir Skóhljóðsliðar gerðu sér lítið fyrir og sigruðu keppnina í Húsafelli og sumarið eftir (1973)…