Hitaveitan [2] (1989-92)

Hljómsveitin Hitaveitan starfaði austur á Héraði um nokkurra ára skeið í kringum 1990, líklega á Egilsstöðum. Sveitin var stofnuð að öllum líkindum stofnuð árið 1989 og hana skipuðu í upphafi þeir Sigurður H. Sigurðsson trommuleikari, Guðlaugur Sæbjörnsson bassaleikari, Stefán Bragason hljómborðsleikari og Þorvarður B. Einarsson gítarleikari. Haustið 1990 bættist í hópinn Anna B. Guðjónsdóttir söngkona…

Stemming [2] (1990-92)

Hljómsveit sem bar nafnið Stemming starfaði á Austurlandi og gerði út frá Fellabæ á Héraði um tveggja ára skeið á árunum 1990 til 92. Sveitin lék á almennum dansleikjum, árshátíðum og þorrablótum á Héraði en kom einnig fram á Djasshátíð Egilsstaða sumarið 1991. Meðlimir Stemmingar voru þeir Ingólfur Kristinn Guðnason gítarleikari, Jón Ingi Arngrímsson bassaleikari,…

Standard (1980)

Hljómsveit sem bar nafnið Standard starfaði um hríð á Fáskrúðsfirði – líklega um nokkurra mánaða skeið, á þeim tíma náði hún að koma suður til Reykjavíkur haustið 1980 og leika í Klúbbnum en um svipað leyti kom út kassetta með sveitinni sem bar einfaldlega nafnið Demo en hún hafði verið tekin upp í Stúdíó Bimbó…

Bergmál [2] (1986-87 / 1991-95)

Danshljómsveitin Bergmál starfaði á Egilsstöðum um árabil og gerði reyndar víðreisn um landið um tíma. Skipta má sögu Bergmáls í tvö tímaskeið. Sveitin var stofnuð haustið 1986 og starfaði fyrst í um eitt ár eða fram á sumarið 1987, meðlimir hennar í upphafi voru Friðjón Jóhannsson bassaleikari (Mánatríó, Panic o.fl.), Sigurður Jakobsson trommuleikari (Fásinna, Nefndin…

Orfeus [2] (um 1980)

Hljómsveitin Orfeus starfaði á Fáskrúðsfirði um eða fyrir 1980. Hljómsveitin Standard var stofnuð upp úr Orfeus 1980 en hún varð síðar að Eglu. Meðlimir Orfeusar voru þau Sandra Serle Lingard söngkona, Hallgrímur Bergsson píanóleikari, Ólafur Ólafsson bassaleikari, Óðinn Gunnar Óðinsson gítarleikari, Kristján Þorvaldsson orgelleikari (síðar ritstjóri Séð og heyrt), Brynjar Þráinsson trommuleikari, Árni Óðinsson gítarleikari…

Egla (1980 / 2006-)

Hljómsveitinni Eglu frá Fáskrúðsfirði skaut snögglega upp á stjörnuhimininn haustið 1981 þegar hún gaf út sína fyrstu og einu plötu en hún hvarf þaðan jafnharðan litlu síðar þegar plötugagnrýnin varð í neikvæðari kantinum. Sveitin var að líkindum stofnuð snemma árs 1980 upp undir nafninu Standard en breytti nafni sínu í Eglu eftir mannabreytingar sumarið 1981…