Afmælisbörn 10. nóvember 2025

Fimm tónlistartengd afmælisbörn eru á skrá Glatkistunnar að þessu sinni: Gylfi (Viðar) Ægisson söngvari, gítar- og harmonikkuleikari, sprellari, söngleikjahöfundur, útgefandi, laga- og textasmiður  (1946-2025) hefði átt afmæli á þessum degi en hann lést nýverið, hann starfaði lengstum sem sólólistamaður og gaf út fleiri tugi platna sem slíkur en vann einnig með GRM, Áhöfninni á Halastjörnunni…

Afmælisbörn 10. nóvember 2024

Fimm tónlistartengd afmælisbörn eru á skrá Glatkistunnar að þessu sinni: Gylfi (Viðar) Ægisson söngvari, gítar- og harmonikkuleikari, sprellari, söngleikjahöfundur, útgefandi, laga- og textasmiður er sjötíu og átta ára gamall í dag, hann hefur mest starfað sem sólólistamaður og gefið út fleiri tugi platna sem slíkur en hefur einnig unnið með GRM, Áhöfninni á Halastjörnunni, auk…

Stúlknakór Hrafnagilsskóla (1972 / 1984-85)

Stúlknakór Hrafnagilsskóla mun hafa verið starfræktur á einhverjum tímaskeiðum á áttunda og níunda áratug liðinnar aldar, upplýsingar um þann kór (eða kóra) er þó því miður af skornum skammti. Slíkur kór var starfandi við Hrafnagilsskóla í Eyjafirði veturinn 1972-73 en skólinn var þá tiltölulega nýtekinn til starfa, og söng hann við vígslu skólahússins síðla hausts…

Stórsveit Félags harmonikuunnenda við Eyjafjörð (1983-2012)

Stór og öflug harmonikkusveit starfaði um árabil beggja megin aldamótanna innan Félags harmonikuunnenda við Eyjafjörð og lék bæði á tónleikum, dansleikjum og öðrum skemmtunum innan og utan félagsstarfsins, sveitin fór jafnvel utan til spilamennsku. Stórsveit Félags harmonikuunnenda við Eyjafjörð var stofnuð fljótlega eftir að félagsskapurinn var settur á laggirnar haustið 1980 en sveitarinnar er fyrst…

Galgopar (1990-94)

Galgopar var söngflokkur starfandi á Akureyri á árunum 1990-94 og naut nokkurra vinsælda í heimabyggðinni og nærsveitunum. Galgopar komu fyrst fram á sjónarsviðið haustið 1994 og var ýmist sagður vera kvartett eða kvintett. Upphaflega voru þeir fjórir talsins, Vilberg Jónsson (fyrsti bassi), Þorsteinn Jósepsson (annar bassi), Stefán Birgisson (annar tenór) og Óskar Pétursson (fyrsti tenór)…

Big band Lúðrasveitar Akureyrar (1991-96)

Big band starfaði innan Lúðrasveitar Akureyrar á tíunda áratug síðustu aldar. Ekki liggur alveg ljóst fyrir hvenær nákvæmlega en það var a.m.k. 1991 og 96, ekki er einu vinni víst að hún hafi starfað samfleytt á þeim tíma. Atli Guðlaugsson var stjórnandi lúðrasveitarinnar og allt eins líklegt að hann hafi einnig stýrt big bandinu, upplýsingar…

Jóna sterka (1996-98)

Á Akureyri var um skeið starfrækt dixielandsveit undir nafninu Jóna sterka. Skýringin á nafni sveitarinnar hafa ekki fengist en hún starfaði allavega á árunum 1996-98. Meðlimir Jónu sterku voru Reynir Jónsson klarinettuleikari, Þorsteinn Kjartansson tenór saxófónleikari, Atli Guðlaugsson trompetleikari, Guðlaugur Baldursson básúnuleikari, Heimir Ingimarsson túbuleikari, Gunnar H. Jónsson banjóleikari, Guðjón Pálsson píanóleikari og Karl Petersen…

Hljómsveit Karls Jónatanssonar (1943-2003)

Þegar talað er um Hljómsveit Karls Jónatanssonar má segja að um margar sveitir sé að ræða og frá ýmsum tímum, reyndar ganga þær einnig undir mismunandi nöfnum eins og Hljómsveit Karls Jónatanssonar, Kvintett Karls Jónatanssonar, Stórsveit Karls Jónatanssonar o.s.frv. en eiga það sammerkt að vera allar kenndar við hann. Fyrsta útgáfa hljómsveitar Karls var starfrækt…

Grundartangakórinn (1979 -)

Grundartangakórinn hefur síðastliðin ár verið einn öflugasti starfsmannakór landsins og hefur hann haldið tónleika víðs vegar um landið og erlendis. Kórinn sem er karlakór starfsmanna járnblendiverksmiðjunnar við Grundartanga, var stofnaður haustið 1979 nokkrum mánuðum eftir að verksmiðjan opnaði, af nokkrum áhugamönnum innan fyrirtækisins. Fyrsti stjórnandi kórsins var Baldur Sigurjónsson en síðan þá hafa þó nokkrir…