Afmælisbörn 27. apríl 2025

Þrjú tónlistartengd afmælisbörn eru á lista Glatkistunnar á þessum degi: Í fyrsta lagi er það hljómborðsleikarinn Stefán Helgi Henrýsson en hann er fimmtíu og fimm ára gamall í dag. Stefán hefur leikið með fjölda hljómsveita í gegnum tíðina, Sóldögg er þeirra þekktust enda hefur sú sveit sent frá sér fjölda laga og platna en einnig…

Afmælisbörn 27. apríl 2024

Þrjú tónlistartengd afmælisbörn eru á lista Glatkistunnar á þessum degi: Í fyrsta lagi er það hljómborðsleikarinn Stefán Helgi Henrýsson en hann er fimmtíu og fjögurra ára gamall í dag. Stefán hefur leikið með fjölda hljómsveita í gegnum tíðina, Sóldögg er þeirra þekktust enda hefur sú sveit sent frá sér fjölda laga og platna en einnig…

Hattímas (1974-77)

Unglingahljómsveit starfaði í Kópavogi um nokkurra ára skeið undir nafninu Hattímas en hún skartaði m.a. ungum tónlistarmönnum sem síðar urðu þekktir. Svo virðist sem sveitin hafi fyrst komið fram á sjónarsviðið vorið 1974 þegar hún keppti í hæfileikakeppni í Kópavoginum og hafnaði þar í þriðja sæti, ekki er getið um meðlimi sveitarinnar þar en næst…

Afmælisbörn 27. apríl 2023

Tvö tónlistartengd afmælisbörn eru á lista Glatkistunnar á þessum degi: Það er annars vegar hljómborðsleikarinn Stefán Helgi Henrýsson en hann er fimmtíu og þriggja ára gamall í dag. Stefán hefur leikið með fjölda hljómsveita í gegnum tíðina, Sóldögg er þeirra þekktust enda hefur sú sveit sent frá sér fjölda laga og platna en einnig má…

Spilafífl (1980-82)

Hljómsveitin Spilafífl starfaði um tveggja ára skeið í upphafi níunda áratugar síðustu aldar, og var hluti af pönk- og nýbylgjusenunni sem þá stóð sem hæst og kom fram í kvikmyndinni Rokk í Reykjavík. Sveitin sendi frá sér eina smáskífu en hvarf svo af sjónarsviðinu. Spilafífl var líklega stofnuð haustið 1980 og voru meðlimir hennar í…

Sérsveitin [1] (1983)

Þegar þeim Guðna Rúnari Agnarssyni og Ásmundi Jónssyni var gert að hætta með útvarpsþætti sína á Ríkisútvarpinu, Áfanga sumarið 1983, kölluðu þeir saman hóp ungs tónlistarfólks til að flytja frumsamda tónlist í síðasta þættinum sem sendur var út í beinni útsendingu um verslunarmannahelgina þetta sumar. Það mun hafa verið Guðni Rúnar sem valdi tónlistarfólkið í…

Frostrósir [2] (1978-80)

Ballhljómsveit sem bar nafnið Frostrósir starfaði á höfuðborgarsvæðinu, líklega 1978 til 80. Sveitin er sérstök að því leyti að tónlist hennar þróaðist í allt aðra átt og varð síðar að nýbylgjusveit í drungalegri kantinum sem bar nafnið Þeyr. Frostrósir var stofnuð upp úr sveit sem bar nafnið Hattímas en í þeirri sveit voru þeir Sigurður…

Með nöktum (1983-87)

Hljómsveitin Með nöktum var eins konar afsprengi nýbylgjurokksins á níunda áratug síðustu aldar, sveitin sendi frá sér eina sex laga plötu. Með nöktum var stofnuð sumarið 1983 og voru meðlimir sveitarinnar í upphafi þeir Ágúst Karlsson gítarleikari, Birgir Mogensen bassaleikari og Halldór Lárusson trommuleikari en þeir höfðu allir verið viðloðandi hljómsveitina Spilafífl. Þeir fengu söngvarann…