Straumrof (1976-77)

Hljómsveitin Straumrof starfaði á austanverðu landinu, að öllum líkindum á Egilsstöðum um eins árs skeið 1976 og 1977. Sveitin mun hafa verið stofnuð haustið 1976 og voru meðlimir hennar í upphafi þeir Guðjón Sigmundsson bassaleikari, Gunnlaugur Ólafsson söngvari, Stefán Jóhannsson gítarleikari, Steinar Guðgeirsson trommuleikari og Þorvarður B. Einarsson gítarleikari. Um sumarið 1977 tók Valgeir Skúlason…

Slagbrandur [2] (1978-82)

Hljómsveitin Slagbrandur var framarlega í dansleikjaspilamennsku á Austfjörðum í kringum 1980 og sendi m.a.s. frá sér tvær hljómplötur meðan hún starfaði. Slagbrandur var stofnuð á Egilsstöðum árið 1978 og kom fyrst fram á dansleik í Valaskjálfi í heimabænum haustið 1979 en sá staður varð eins konar heimavöllur sveitarinnar. Það var píanóleikarinn Árni Ísleifsson sem hafði…

Saga Class [2] (1993-2014)

Um langt árabil var hljómsveit starfandi undir nafninu Saga Class (einnig voru rithættirnir Saga Klass og Sagaklass notaðir) en sveitin var lengst af húshljómsveit í Súlnasal Hótel Sögu enda vísar nafn sveitarinnar til hótelsins. Hópurinn sem skipaði sveitina hafði um nokkurra ára skeið á undan verið starfandi undir nafninu Sambandið og hafði meira að segja…

Frílyst (1981-91)

Hljómsveitin Frílyst (einnig nefnd Frílist) starfaði í um áratug og var afkastamikil á árshátíðasviðinu og þess konar samkomum, sveitin lék þó einnig á sveitaböllum og skemmtistöðum eins og Klúbbnum. Frílyst kemur kemur fyrst fyrir í fjölmiðlum árið 1981 og var þá sögð vera að norðan en önnur heimild segir sveitina vera úr Reykjavík, á tímabili…

Völundur (1972-77)

Hljómsveitin Völundur er án nokkurs vafa ein þekktasta hljómsveit sem starfaði á austanverðu landinu á áttunda áratug síðustu aldar, það er þó ekki fyrir gæði eða vinsældir sem sveitin hlaut athygli heldur miklu fremur vegna blaðaskrifa og ritdeilna um sveitina. Sveitin starfaði á Egilsstöðum og voru meðlimir hennar þaðan og úr nágrenninu, hún var stofnuð…

Boggi (1972-73)

Hljómsveit sem bar það sérstæða nafn Boggi starfaði á Héraði í tvö sumur á fyrri hluta áttunda áratugarins. Fyrra sumarið, 1972 voru meðlimir sveitarinnar Bjarni Helgason trommuleikari, Eyþór Hannesson hljómborðsleikari og Jón Ingi Arngrímsson gítarleikari. Sveitin starfaði þá fram á haustið en tók aftur upp þráðinn næsta vor, þá höfðu Friðrik Lúðvíksson gítarleikari og Helgi…

Bjakk (1995)

Hljómsveitin Bjakk kom úr Borgarfirðinum og starfaði að öllum líkindum í skamman tíma. Árið 1995. Meðlimir sveitarinnar voru Halldór Hólm Kristjánsson gítarleikari, Orri Sveinn Jónsson trommuleikari og Bjarni Helgason bassaleikari.

BÁM-tríóið (1978-79)

BÁM-tríóið (B.Á.M. tríóið) var starfandi á Egilsstöðum veturinn 1978-79 og lék á skemmtunum austanlands þann veturinn. Meðlimir BÁM-tríósins voru Bjarni Helgason trommuleikari, Árni Ísleifsson hljómborðsleikari og Magnús Einarsson hljómborðs- og harmonikkuleikari en nafn tríósins var myndað úr upphafsstöfum þeirra félaga.

Sambandið (1989-95)

Hljómsveitin Sambandið var nokkuð áberandi á sínum tíma og herjaði einkum á árstíðar- og þorrablótamarkaðinn. Sveitin var stofnuð 1989 og var ráðin sem húshljómsveit í Þórscafé. Fyrst um sinn voru meðlimir hennar Reynir Guðmundsson söngvari, Bjarni Helgason trommuleikari og söngvari, Gunnar Guðjónsson bassaleikari, Albert Pálsson hljómborðsleikari og söngvari og Hörður Friðþjófsson gítarleikari. Smám saman fór…

Adam (1977-78)

Hljómsveitin Adam starfaði á Héraði 1977-78 og spilaði mest á heimaslóðum. Meðlimir sveitarinnar voru Arnþór Magnússon bassaleikari, Ásmundur Kristinsson söngvari, Birgir Björnsson saxófónleikari, Bjarni Helgason trommuleikari, Eyþór Hannesson hljómborðsleikari og Friðrik Lúðvíksson gítarleikari. Þeir Ásmundur og Bjarni hættu sumarið 1978 og í þeirra stað komu Gunnlaugur Ólafsson og Stefán Jökulsson trommuleikari. Að öllum líkindum starfaði…