Haukar [2] (1962-78)

Hljómsveitin Haukar hefur iðulega haft á sér hálf goðsagnakenndan blæ, tvennt er þá tínt til – annars vegar að sveitin hafi verið mikil djammsveit sem hafi farið mikinn á sviðinu í fíflaskap og gleði, hins vegar allar mannabreytingarnar í henni en Haukar hljóta að gera tilkall til fyrsta sætisins þegar kemur að fjölda meðlima meðan…

Start (1980-83)

Hljómsveitin Start starfaði um nokkurra ára skeið og var hvort tveggja í senn, síðasta stóra sveitin sem Pétur Kristjánsson söng með og fyrsta stóra bandið sem Eiríkur Hauksson söng með. Sveitin átti fyrst um sig nokkuð erfitt uppdráttar á dansleikjamarkaðnum sem þá var í sögulegri lægð vegna diskósins en vann þar á og sendi frá…

Miðlarnir (1983-86)

Hljómsveitin Miðlarnir (ýmist nefnd Miðlar eða Miðlarnir) starfaði í Keflavík á árunum 1983 til 85 og lék mestmegnis á þeim slóðum, þó lék hún á dansleikjum s.s. í Vestmannaeyjum, Akranesi og víðar. Guðbrandur Einarsson hljómborðsleikari, Guðmundur Hermannsson söngvari, Davíð Karlsson trommuleikari, Sveinn Björgvinsson gítarleikari og Kjartan Baldursson bassaleikari skipuðu sveitina, sem stofnuð var haustið 1983.…

Picasso (1979)

Picasso var ein þeirra hljómsveita sem kennd var við Pétur Kristjánsson en sveitin var sú síðasta í röð nokkurra sem höfðu stafinn P að upphafsstaf. Picasso var stofnuð vorið 1979, fljótlega eftir að Póker lagði upp laupana. Það var aldrei ætlunin að sveitin yrði langlíf enda varð hún það ekki, Pétur var á þessum tíma…

Drift (1976)

Hljómsveitin Drift var undanfari funksveitarinnar Cirkus og starfaði einungis í fáeina mánuði vorið 1976 undir því nafni. Meðlimir sveitarinnar voru Sigurður Ragnar Lúðvíksson söngvari, Davíð Karlsson trommuleikari, Helgi Magnússon hljómborðsleikari, Þorvarður Hjálmarsson bassaleikari og Örn Hjálmarsson gítarleikari. Drift breytti nafni sínu í Cirkus um sumarið og mannaskipan hennar átti eitthvað eftir að breytast í kjölfarið.

Cirkus (1976-80)

Hljómsveitin Cirkus var nokkuð áberandi í tónlistarlífi borgarinnar á síðari hluta áttunda áratugar 20. aldar en sveitin náði þó aldrei að verða ein þeirra stóru, sem án efa má rekja til þess að hún sendi aldrei frá sér efni þrátt fyrir að vinna og flytja frumsamda tónlist. Tónlist sveitarinnar mátti skilgreina sem eins konar funk…