Strákabandið (1989-2017)

Hljómsveitin Strákabandið starfaði innan Harmonikufélags Þingeyinga, var þar yfirleitt nokkuð virk enda var töluverð endurnýjun meðal meðlima sveitarinnar. Hún sendi frá sér tvær plötur. Strákabandið var eins og reyndar mætti giska á, skipuð hljóðfæraleikurum í eldri kantinum en sveitin hafði í raun verið starfandi síðan Harmonikufélag Þingeyinga var stofnað 1978, þá hafði verið stofnuð hljómsveit…

Combo 5 (1995)

Combo 5 var skammlíf djassveit sem lék á tónleikum á vegum Jazzþings sumarið 1995. Meðlimir sveitarinnar voru þeir Grétar Sigurðsson saxófónleikari, Jón Aðalsteinsson píanóleikari, Elvar Bragason gítarleikari, Heimir Harðarson bassaleikari og Stefán Helgason trommuleikari.

Gabríel [2] (1990)

Árið 1990 var starfrækt hljómsveit á höfuðborgarsvæðinu undir nafninu Gabríel. Meðlimir þessarar sveitar voru Guðni Bragason bassaleikari, Jón Ingólfsson hljómborðsleikari og Elvar Bragason gítarleikari en ekki liggja fyrir upplýsingar um fleiri meðlimi hennar. Upplýsingar óskast þ.a.l. um þá.

Rafael (1991-96)

Sveitaballahljómsveitin Rafael frá Húsavík spilaði lengstum á heimaslóðum á tíunda áratug liðinnar aldar og mun meðal annars hafa verið öflug á þorrablótamarkaðnum. Rafael var stofnuð vorið 1991, í upphafi voru Jón Ingólfsson hljómborðsleikari, Örn Sigurðsson söngvari og saxófónleikari, Elvar Bragason gítarleikari og ónefndur bassaleikari í hljómsveitinni. Þórarinn Jónsson trommuleikari bættist í hópinn fljótlega en ekki er…

Víbrar [1] (1965-72)

Hljómsveitin Víbrar (stundum nefnd Víbrar og Hafliði) starfaði á árunum 1965-70 (ein heimild segir hana hafa starfað til 1972) á Húsavík og lék einkum á heimaslóðum norðanlands. Lengst af var sveitin skipuð þeim Braga Ingólfssyni trommuleikara og söngvara, Birni Gunnari Jónssyni gítarleikara, Þórhalli Aðalsteinssyni orgelleikara, Leifi Vilhelm Baldurssyni bassaleikara og Hafliða Jósteinssyni söngvara. Aðalsteinn Ísfjörð…