Hljómsveit Pálma Stefánssonar (1962-2018)

Hljómsveit Pálma Stefánssonar á Akureyri var í raun nokkrar hljómsveitir sem störfuðu í mislangan tíma, með mislöngum hléum og yfir langt tímabil, sveitir Pálma nutu töluverðra vinsælda norðan heiða þar sem þær störfuðu en þó var sveit hans Póló mun þekktari, hún er hins vegar ekki til umræðu hér. Hljómsveit Pálma Stefánssonar hin fyrsta starfaði…

Hljómsveit Óðins Valdimarssonar (1961-62)

Söngvarinn Óðinn Valdimarsson starfrækti hljómsveit í eigin nafni um nokkurra mánaða skeið yfir veturinn 1961 til 62 en sveitin mun líkast til eingöngu hafa leikið á dansleikjum í Alþýðuhúsinu á Akureyri, fjórum sinnum í viku hverri. Meðlimir Hljómsveitar Óðins Valdimarssonar voru auk hans sjálfs þeir Grétar Ingvarsson gítarleikari, Reynir Schiöth píanóleikari, Kristján Páll Kristjánsson bassa-…

Casablanca [2] (1983-88)

Akureyska hljómsveitin Casablanca var starfrækt meiri hluta níunda áratugarins og var um tíma húshljómsveit á Hótel KEA. Meðlimir sveitarinnar voru framan af Rafn Sveinsson trymbill, Gunnar Tryggvason hljómborðsleikari, Grétar Ingvarsson gítarleikari og Ingvar Grétarsson bassaleikari. Þeir Grétar og Rafn voru líklega þeir einu sem störfuðu alla tíð með sveitinni en aðrir sem komu við sögu…

Astró tríó (1979-82)

Astró tríó var akureysk hljómsveit sem Ingimar Eydal starfrækti á árunum 1979-82, á því tímabili sem Hljómsveit Ingimars Eydal var í nokkurra ára pásu. Tríóið var skipað þeim Ingimar sem lék á hljómborð, Grétari Ingvarssyni gítarleikara og Rafni Sveinssyni trommuleikara en sveitin lék einkum á Hótel KEA á Akureyri. 1980 bættist dóttir Ingimars í hópinn,…

Hljómsveit Ingimars Eydal (1953-93)

Hljómsveit Ingimars Eydal er þekktasta hljómsveit Akureyrar fyrr og síðar og skapaði sér mikla sérstöðu á ballmarkaðnum þegar frægðarsól hennar skein hvað hæst á sjöunda og áttunda áratug 20. aldarinnar. Sérstaðan fólst einkum í því að elta ekki tískustrauma bítla og hippa heldur að fara eigin leiðir með blandað prógramm sem fólkið vildi en Ingimar…

Hljómsveit Ingimars Eydal – Efni á plötum

Hljómsveit Ingimars Eydal Útgefandi: SG hljómplötur Útgáfunúmer: SG 510 Ár: 1965 1. Litla sæta ljúfan góða 2. Bara að hann hangi þurr 3. Á sjó 4. Komdu Flytjendur Þorvaldur Halldórsson – söngur, raddir og gítar Vilhjálmur Vilhjálmsson – söngur, raddir og bassi Grétar Ingvarsson – gítar Hjalti Hjaltason – trommur Andrés Ingólfsson – söngur Ingimar Eydal – sembalett og melódika Hljómsveit…

Laxar (1966-71)

Hljómsveitin Laxar gerði garðinn frægan á norðanverðu landinu á árunum milli 1966 og 1971. Laxar voru stofnaðir á Akureyri sumarið 1966 en heimildir um upphafsár hennar eru af skornum skammti, það var ekki fyrr en 1968 að söngkona kom til sögunnar en hún heitir Sæbjörg Jónsdóttir og var iðulega nefnd Lalla. Sveitin gekk því undir…