Sveinstein (?)

Upplýsingar um dúettinn Sveinstein eru afar takmarkaðar en líkast til var um að ræða stúdíóflipp bræðranna Steingríms og Bergsveins Birgissona, og því hafi sveitin í raun aldrei verið starfandi og þess þá síður spilað opinberlega. Þeir bræður sendu frá sér plötu sem bar nafnið Baðstofusaungvar og eru upplýsingar um hann enn takmarkaðri, Bergsveinn (þekktur rithöfundur)…

S.h. draumur (1982-88)

Hljómsveitin S.h. draumur (Svarthvítur draumur) starfaði um sex ára skeið, mestan þann tíma neðanjarðar með lítinn en tryggan aðdáendahóp en varð líkt og Ham, þekktari eftir andlát sitt og fékk á sig goðsagnakenndan stimpil með almennari vinsældum síðar meir. Tilurð sveitarinnar má rekja til þess að í Kópavogi hafði Gunnar Lárus Hjálmarsson (Dr. Gunni) starfrækt…

Beri Beri (1982)

Beri Beri úr Kópavogi (1982) var í raun sama sveit og Geðfró, meðlimir voru Sigríður Beinteinsdóttir söngkona, Gunnar L. Hjálmarsson (Dr. Gunni) bassaleikari, Haukur Valdimarsson trommuleikari og Guðjón Steingrímur Birgisson gítarleikari. Nafnið Beri beri kemur úr lagi með hljómsveitinni Tappa tíkarrass. Sveitin varð ekki langlíf undir þessu nafni og sagan segir ýmist að forsprakki hópsins,…

Geðfró (1981)

Hljómsveitin Geðfró var eins konar millibilssveit á milli F/8 og Beri Beri úr Kópavoginum, starfandi 1981. Sveitin var stofnuð upp úr F/8 og hafði að geyma Gunnar L. Hjálmarsson gítarleikara, Guðjón Steingrím Birgisson gítarleikara, Hauk Valdimarsson trommuleikara, Björn Gunnarsson bassaleikara og Sigríði Beinteinsdóttur (Stjórnin) söngkonu. Sigríður steig þarna sín fyrstu spor sem söngkona og mun…