Hljómsveit Hauks Morthens (1962-91)

Stórsöngvarinn Haukur Morthens starfrækti hljómsveitir í eigin nafni um árabil, nánast sleitulaust á árunum 1962 til 1991 en hann lést ári síðar. Sveitir hans voru mis stórar og mismunandi eftir verkefninu hverju sinni en honum hélst ótrúlega vel á mannskap og sumir samstarfsmanna hans störfuðu með honum lengi. Haukur Morthens var orðinn vel þekkt nafn…

Strengir [2] (1965-67)

Árið 1965 hafði verið starfandi hljómsveit á höfuðborgarsvæðinu undir nafninu Molar en með mannabreytingum hafði verið ákveðið að skipta um nafn á henni og var hún því nafnlaus þegar hún var bókuð „á loftinu“ í Glaumbæ um sumarið. Umboðsmaður sveitarinnar Þráinn Kristjánsson (sem einnig hafði verið umboðsmaður Strengja hinnar fyrri (Strengir [1])) taldi sig eiga…

Guðmundur Emilsson (1951-)

Dr. Guðmundur Emilsson hefur komið víða við í íslenskri tónlist, fyrst og fremst í störfum sínum fyrir Ríkisútvarpið en einnig sem hljómsveitarstjóri og margt fleira. Guðmundur er fæddur 1951 í Reykjavík, sonur sr. Emils Björnssonar sem gegndi lengi störfum hjá Ríkisútvarpinu líkt og Guðmundur síðar. Hann lék með fáeinum hljómsveitum á unglingsárum sínum, var t.d.…

Molar (1964-65)

Hljómsveitin Molar var bítlasveit skipuð ungum tónlistarmönnum um miðjan sjöunda áratug liðinnar aldar. Svo virðist sem sveitin hafi fyrst komið fram á sjónarsviðið snemma árs 1965 og starfað fram að mánaðamótum ágúst – september undir því nafni en þá var nafni hennar breytt í Strengi. Molana skipuðu í upphafi þeir Björn Emilsson gítarleikari, Hannes Jón…

Tónar [1] (1962-67)

Saga hljómsveitarinnar Tóna er ærið flókin og margbrotin enda koma þar við sögu breyttar áherslur í tónlistarstefnu í takt við tíðarandann, auk fjöldi meðlima en tíðar mannabreytingar í sveitinni voru með ólíkindum á ekki lengri tíma, um tuttugu manns komu þar við með einum eða öðrum hætti. Hljómsveitin var stofnuð í júní 1962 og var…

Sálin [1] (1967-68)

Hljómsveitin Sálin var nokkuð áberandi í einum þeirra anga tónlistarinnar sem þróaðist út frá íslenska frumbítlinu en um var að ræða eins konar gítar- eða blúsrokk sem var nokkuð á skjön við það sem flestar sveitir voru að gera. Meðlimir Sálarinnar voru upphaflega líklega Benedikt Már Torfason og Jón G. Ragnarsson sem báðir gætu hafa…

Íslenska hljómsveitin [1] (1981-93)

Íslenska hljómsveitin var sinfóníuhljómsveit sem starfaði á annan áratug á síðari hluta liðinnar aldar án opinberra styrkja að mestu. Markmiðið með stofnun sveitarinnar var að gefa hæfileikaríku ungu tónlistarfólki tækifæri til að leika reglulega opinberlega en Sinfóníuhljómsveit Íslands var þá í raun eina starfandi hljómsveitin af því taginu og ekki gátu allir komist að þar.…