Sálin [1] (1967-68)

salin1

Sálin

Hljómsveitin Sálin var nokkuð áberandi í einum þeirra anga tónlistarinnar sem þróaðist út frá íslenska frumbítlinu en um var að ræða eins konar gítar- eða blúsrokk sem var nokkuð á skjön við það sem flestar sveitir voru að gera.

Meðlimir Sálarinnar voru upphaflega líklega Benedikt Már Torfason og Jón G. Ragnarsson sem báðir gætu hafa sungið og leikið á gítara, Sigurður Árnason  bassaleikari og Sveinn Larsson trymbill. Einhverjar mannabreytingar urðu á sveitinni, að minnsta kosti léku Axel Einarsson gítarleikari og Ólafur Garðarsson trommuleikari með henni einnig um tíma. Ágúst Ragnarsson mun ennfremur hafa komið við sögu sveitarinnar.

Sálin hefur að líkindum hætt störfum í árslok 1968 en hún hafði þá starfað hátt í tvö ár.