Sálin [1] (1967-68)

salin1

Sálin

Hljómsveitin Sálin var nokkuð áberandi í einum þeirra anga tónlistarinnar sem þróaðist út frá íslenska frumbítlinu en um var að ræða eins konar gítar- eða blúsrokk sem var nokkuð á skjön við það sem flestar sveitir voru að gera.

Meðlimir Sálarinnar voru upphaflega líklega Benedikt Már Torfason og Jón G. Ragnarsson sem báðir gætu hafa sungið og leikið á gítara, Sigurður Árnason  bassaleikari og Sveinn Larsson trymbill. Einhverjar mannabreytingar urðu á sveitinni, að minnsta kosti léku Axel Einarsson gítarleikari og Ólafur Garðarsson trommuleikari með henni einnig um tíma. Ágúst Ragnarsson mun ennfremur hafa komið við sögu sveitarinnar sem og Guðmundur Emilsson.

Sálin hefur að líkindum hætt störfum í árslok 1968 en hún hafði þá starfað hátt í tvö ár.