Hljómsveit Þóris Jónssonar (1942-47)

Hljómsveit Þóris Jónssonar sem lengi var bendluð við Hótel Borg (og reyndar einnig nefnd Hljómsveit Hótel Borgar eða Borgarbandið) varð til fyrir hálfgerða tilviljun en hún starfaði í nokkur ár og telst vera fyrsta alíslenska djasshljómsveitin. Tildrög þess að sveitin var stofnuð voru þau að Þórir Jónsson fiðlu- og saxófónleikari starfaði með Hljómsveit Jack Quinet…

Hljómsveit Hótel Borgar (1930-50)

Saga hljómsveita Hótel Borgar er margþætt og flókin því að um fjölmargar sveitir er að ræða og skipaðar mörgum meðlimum sem flestir voru framan af erlendir og því eru heimildir afar takmarkaðar um þá, jafnframt störfuðu stundum tvær sveitir samtímis á hótelinu. Eftir því sem Íslendingum fjölgaði í Borgarbandinu eins og sveitirnar voru oft kallaðar…

Hljómsveit Guðmundar H. Norðdahl (1951-52 / 1954-56)

Guðmundur H. Norðdahl var tónlistarmaður og tónlistarkennari sem starfaði víða um land, hann starfrækti og stjórnaði fjölmörgum hljómsveitum s.s. skóla- og lúðrasveitum – hér er þó aðeins fjallað um danshljómsveitir sem störfuðu í hans nafni. Guðmundur var fyrst með hljómsveit á höfuðborgarsvæðinu undir nafninu Kvartett Guðmundar Norðdahl fljótlega eftir stríð en hún fær sérstaka umfjöllun…

Afmælisbörn 29. febrúar 2024

Þrjú tónlistartengd afmælisbörn eru á lista Glatkistunnar á þessum hlaupársdegi: Arnar Freyr Frostason rappari (Úlfur úlfur) er þrjátíu og sex ára gamall á þessu sjaldséða degi dagatalsins. Hann hefur verið töluvert áberandi í rappsenunni síðastliðin ár og þekktastur fyrir framlag sitt með rappsveitinni Úlfi úlfi en hann var einnig meðal meðlima hljómsveitarinnar Bróður Svartúlfs sem…

Hljómsveit Baldurs Kristjánssonar (1946-63)

Saga Hljómsveitar Baldurs Kristjánssonar píanóleikara er nokkuð löng og um leið flókin því Baldur starfrækti hljómsveitir á ýmsum tímum í eigin nafni en einnig aðrar sveitir undir öðrum nöfnum sem í heimildum eru gjarnan kallaðar hljómsveit Baldurs Kristjánssonar, hér verður þó eftir fremsta megni reynt að setja saman nokkuð heildstæða mynd af þeim sveitum sem…

Stúlknakór Garðahreppsskóla (1967)

Kór sem kallaður var Stúlknakór Garðahreppsskóla í Garðahreppi (síðar Garðabæ) kom fram í Stundinni okkar í Ríkissjónvarpinu vorið 1967 og söng þar undir stjórn söngkennara síns, Guðmundar H. Norðdahl. Engar aðrar upplýsingar er að finna um þennan kór, hvort hann hafi verið starfandi við skólann um veturinn eða hvort hann var sérstaklega settur saman fyrir…

Skólakór Hafralækjarskóla (1984-2012)

Blómlegt tónlistarlíf var í Hafralækjarskóla í Aðaldal í Suður-Þingeyjasýslu meðan hann starfaði undir því nafni (1972-2012) og einkum eftir að Guðmundur H. Norðdahl og síðar Robert og Juliet Faulkner komu til starfa við skólann, þá urðu til fjölmargar skólahljómsveitir og skólakór sem m.a. tóku þátt í metnaðarfullum söngleikjauppfærslum á árshátíðum skólans. Ekki liggur alveg ljóst…

Skólakór Garðabæjar (1976-2000)

Skólakór Garðarbæjar var mjög öflugur kór barna (mest stúlkna) sem starfaði við Flataskóla í Garðabæ um tuttugu og fimm ára skeið undir lok síðustu aldar og vakti jafnvel athygli á erlendum vettvangi þar sem hann kom fram, kórinn gaf út nokkrar plötur á sínum tíma og auk þess kassettur sem teljast óopinberar útgáfur. Kórar höfðu…

Skólahljómsveitir Hafralækjarskóla (1980-2012)

Skólahljómsveitir af ýmsu tagi störfuðu við Hafralækjarskóla í Aðaldal í Suður-Þingeyjarsýslu meðan hann starfaði undir því nafni frá árinu 1972 og allt þar til hann sameinaðist Litlu-Laugaskóla 2012 undir nafninu Þingeyjarskóli. Skólinn gegndi á sínum tíma afar mikilvægu hlutverki í þróun tónlistarstarfs innan grunnskóla og fjölmargt síðar þekkt tónlistarfólk skilaði sér áfram upp á yfirborðið…

Guðmundur H. Norðdahl (1928-2018)

Guðmundur H. Norðdahl getur varla talist með þekktustu tónlistarmönnum landsins en nafn hans er þó þekktara í sumum bæjarfélögum en öðrum, má reyndar segja að honum (ásamt Guðmundi Ingólfssyni) megi þakka að mestu því að gjarnan er talað um Keflavík sem bítlabæ því starf hans í bænum stuðlaði að þeim tónlistaráhuga í bland við nálægð…

Garðakórinn [1] (1965-91)

Garðakórinn (hinn fyrri) starfaði í ríflega aldarfjórðung og sinnti einkum messusöng við Garðakirkju á Álftanesi. Kórinn var stofnaður haustið 1965 að undirlagi Guðmundar H. Norðdahl sem þá var skólastjóri tónlistarskólans í Garðahreppi, hann var stjórnandi kórsins og organisti kirkjunnar í upphafi en Guðmundur Gilsson tók við þeim starfa árið 1967 og gegndi því embætti til…