Afmælisbörn 10. júlí 2016

Þrjú afmælisbörn í tónlistargeiranum koma við sögu Glatkistunnar á þessum degi: Helgi Björnsson söngvari og leikari er fimmtíu og átta ára í dag. Nafn hans varð fyrst þekkt þegar hann gekk til liðs við ísfirsku hljómsveitina Grafík en áður hafði hann verið í hljómsveitinni Berb. Í kjölfarið hófst farsæll söngferill Helga og eftir að hafa…

Dúmbó sextett (1960-69 / 1977-78)

Saga hljómsveitarinnar Dúmbó er bæði margslungin og flókin, spannar langan tíma og inniheldur fjölmargar mannabreytingar – svo mjög að ekki er víst að þessi umfjöllun nái utan um þær allar. Sögu sveitarinnar er reyndar líklega enn ekki lokið því hún kemur reglulega saman og leikur opinberlega. Hljómsveitin Dúmbó (Dumbo/Dumbó) var stofnuð í Gagnfræðaskóla Akraness vorið…

Roof tops (1967-75)

Hljómsveitin Roof tops hafði nokkra sérstöðu í íslensku bítla- og hippasenunni á sjöunda og áttunda áratug síðustu aldar, sérstaðan fólst í því að sveitin lagði áherslu á ameríska soultónlist, svokallað tamlatónlist, og innihélt blásara sem ekki var beint móðins í þá tíð. Sveitin spilaði þó ekki soultónlistina eingöngu því smám saman blönduðust aðrar stefnur prógramminu.…

Kristbjörg Löve (1947-2002)

Söngkonan Kristbjörg (Didda) Þorsteinsdóttir Löve var mörgum unnendum gömlu dansanna kunn en hún var söngkona í mörgum vinsældum danshljómsveitum á áttunda og níunda áratug 20. aldarinnar. Kristbjörg (f. 1947) hóf að syngja með danshljómsveitum um 1970, fyrst með G.P. kvintettnum en síðar með ýmsum sveitum eins og hljómsveitum Gunnars Ormslev, Jóns Páls Bjarnasonar (á Hótel…

Tónatríóið [1] (1950-76)

Hljómsveitin Tónatríóið (einnig nefnt Tríó Arnþórs Jónssonar / Tríó Adda rokk) starfaði allan sjötta áratug tuttugustu aldarinnar og eitthvað fram á þann áttunda undir styrkri stjórn Arnþórs Jónssonar (Adda rokk) söngvara en hann lék líklega einnig á gítar eða bassa. Yfirleitt var um tríó að ræða en stundum var sveitin þó skipuð fjórum mönnum. Þá léku…