Hvað er það stórt? (1987)
Hljómsveit sem bar nafnið Hvað er það stórt? sigraði hæfileikakeppni NFFA á haustmánuðum 1987 en keppnin var lengi árviss viðburður innan Fjölbrautaskóla Vesturlands á Akranesi. Hljómsveitin var skipuð þeim Guðmundi Sigurðssyni gítarleikara, Loga Guðmundssyni trommuleikara, Hallgrími Guðmundssyni bassaleikara og Ómari Rögnvaldssyni gítarleikara. Hvað er það stórt? virðist ekki hafa starfað lengi eftir þennan sigur í…






