Fjörkarlar (1984-)

Fjörkarlar er nafn á hljómsveit / dúett sem hefur starfað í áratugi og skemmt einkum yngri kynslóðinni (að minnsta kosti í seinni tíð) á jólaskemmtunum og þess konar samkomum. Margt er óljóst í sögu Fjörkarla og ágiskanir því margar í þessari umfjöllun. Elstu heimildir um Fjörkarla eru frá árinu 1984 en þá lék hljómsveit undir…

Ber að ofan (1987-91)

Hljómsveitin Ber að ofan (stundum ranglega nefnd Berir að ofan) var sex manna reykvísk sveit sem í upphafi var tríó stofnað árið 1987 í Árbæjarskóla. Sveitin var starfandi 1990 og keppti það árið í Músíktilraunum Tónabæjar. Meðlimir sveitarinnar voru þá Ágúst Orri Sveinsson trommuleikari, Agnar Már Magnússon hljómborðsleikari, Karl Jóhann Bridde söngvari, Óttar Guðnason bassaleikari,…

E.K. Bjarnason band (1982)

Hljómsveitin E.K. Bjarnason band starfaði 1982 og tók þá þátt í fyrstu Músíktilraunum Tónabæjar. Sveitin komst alla leið í úrslit keppninnar. Meðlimir sveitarinnar voru hljómsveitarstjórinn Emil Karl Bjarnason bassaleikari, Guðmundur Pálsson söngvari og gítarleikari, Pétur Eggertsson söngvari og gítarleikari, Ingólfur Sigurðsson söngvari og Erling Kristmundsson trommuleikari (Basil fursti, Nátthrafnarnir o.fl.).

Skuggasveinar [3] (2008)

Platan Minni karla frá árinu 2008 hafði að geyma lög úr fórum Tony Joe White, Bandaríkjamanns sem menn hafa í gegnum tíðina tengt fenjarokki. Textarnir á plötunni eru eftir Braga Valdimar Skúlason. Sveitin sem spilaði undir kallaði sig Skuggasveina en hún var skipuð þeim Guðmundi Kristni Jónssyni, Guðmundi Péturssyni, Kristni Snæ Agnarssyni, Mikael Svensson, Eyjólfi…

Skuggasveinar [3] – Efni á plötum

Skuggasveinar [3] – Minni karla: Skuggasveinar flytja lög Tony Joe White Útgefandi: Sena Útgáfunúmer: SCD 382 Ár: 2008 1. Ef þú undrast 2. Hættur að drekka 3. Litlar konur 4. Af tollheimtu djöfulsins 5. Drunginn sækir að mér 6. Ég sá það var gott 7. Ef ég veld þér vonbrigðum 8. Á meðan gröfin enn er…