Haukar [2] (1962-78)

Hljómsveitin Haukar hefur iðulega haft á sér hálf goðsagnakenndan blæ, tvennt er þá tínt til – annars vegar að sveitin hafi verið mikil djammsveit sem hafi farið mikinn á sviðinu í fíflaskap og gleði, hins vegar allar mannabreytingarnar í henni en Haukar hljóta að gera tilkall til fyrsta sætisins þegar kemur að fjölda meðlima meðan…

Neo (1956-65)

Hljómsveitin Neo (einnig stundum ritað Neó) starfaði á sjötta og sjöunda áratug síðustu aldar, bæði hér heima og  erlendis Sveitin var ýmist tríó, kvartett eða jafnvel kvintett en hér verður hún einungis nefnd Neo til einföldunar. Neo var líklega stofnuð 1956 (reyndar segir ein heimild sveitina hafa verið stofnaða 1945 en það er harla ósennilegt),…

Experiment (1970-77)

Hljómsveitin Experiment starfaði í nokkuð langan tíma á áttunda áratug síðustu aldar og höfðu margir viðkomu í þessari danshljómsveit. Reyndar hét sveitin upphaflega Hljómsveit Önnu Vilhjálms, stofnuð í upphafi árs 1970 en starfaði aðeins í fáeina mánuði undir því nafni áður en þau breyttu nafni sínu í Experiment. Framan af lék sveitin eingöngu fyrir hermenn…

J.J. Quintet (1959-73)

Hljómsveit Jóns Erlings Jónssonar, J.J. Quintet/t (stundum einnig sextett þegar við átti) starfaði í á annan áratug og var meðal fremstu danshljómsveit landsins, m.a. mitt í þeim tónlistarhrærigraut sem sjöundi áratugurinn bauð upp á. Ýmsir söngvarar áttu eftir að koma við sögu sveitarinnar eins og venja var á þessum árum, og var hún iðulega kennd…

Tónabræður [3] (1965-66)

Tónabræður (hin þriðja) var úr Reykjavík og lék á dansleikjum um miðjan sjöunda áratug 20. aldar, hún virðist hafa starfað í um ár. Meðlimir Tónabræðra voru Arnþór Jónsson gítarleikari (Addi rokk), Finnur Torfi Stefánsson gítarleikari (Óðmenn o.fl.), Gunnar Ingólfsson trommuleikari og Júlíus Sigurðsson saxófónleikari. Ekki liggur fyrir hver var söngvari sveitarinnar en hún spilaði eitthvað…