Hunang [2] (1993-2012)

Hljómsveitin Hunang starfaði um tæplega tveggja áratuga skeið á árunum í kringum aldamótin og gerði út á ballmarkaðinn en sveitin lék bæði á almennum sveitaböllum og dansleikjum í þéttbýlinu, mestmegnis á höfuðborgarsvæðinu. Hunang var stofnuð að öllum líkindum haustið 1993 undir nafninu Sýróp ef heimildir eru réttar en þegar meðlimir annarrar sveitar með sama nafn…

Skólahljómsveitir Flensborgarskóla (um 1960-)

Innan Flensborgarskóla í Hafnarfirði hafa eins og víðast annars staðar verið starfandi hljómsveitir nemenda, ýmist í nafni skólans eða bara innan hans. Að minnsta kosti einu sinni hefur gefin út plata með úrvali tónlistar í tengslum við árshátíð skólans og einnig hefur komið út safnplata með bílskúrshljómsveitum sem gefin var út af skólablaði Flensborgar Skólahljómsveit…

Fjörorka (1984-85)

Hljómsveitin Fjörorka starfaði undir því nafni um eins og hálfs árs skeið um miðjan níunda áratug síðustu aldar og lék mestmegnis á dansstöðum á höfuðborgarsvæðinu, fyrst í Klúbbnum sem húshljómsveit og síðan í Skiphóli í Hafnarfirði, sveitin lék þó einnig á dansleikjum á landsbyggðinni og m.a. í nokkur skipti á Keflavíkurflugvelli. Þar var Bjarni Sveinbjörnsson…

Bogart (1985-87)

Hljómsveitin Bogart spilaði töluvert á dansstöðum borgarinnar 1985 til 87 en náði aldrei að verða meira en ballsveit. Sveitin var stofnuð vorið 1985 upp úr hljómsveitinni Fjörorku og meðlimir hennar, Jón Þór Gíslason söngvari, Hjörtur Howser hljómborðsleikari, Hafsteinn Valgarðsson bassaleikari, Jón Borgar Loftsson trommuleikari og Ívar Sigurbergsson gítarleikari hófu fljótlega að leika á dansstöðum á…

Glerbrot (1991-92)

Hljómsveitin Glerbrot starfaði um eins árs tímabil og lék blúsrokk á öldurhúsum borgarinnar. Sveitin kom fyrst fram vorið 1991 og spilaði nokkuð þá um sumarið. Meðlimir hennar voru þeir sömu og vori í blússveitinni Blúsbroti, þeir Vignir Daðason söngvari og munnhörpuleikari, Ari Daníelsson saxófónleikari, Ari Einarsson gítarleikari, Hafsteinn Valgarðsson bassaleikari, Jón Borgar Loftsson trommuleikari og…

Svartur pipar (1991-94)

Svartur pipar var hljómsveit, líklegast stofnuð haustið 1991. Ekki liggja fyrir upplýsingar um stofnmeðlimi hennar en Hermann Ólafsson (Lótus o.fl.) var fyrsti söngvari sveitarinnar. Sumarið 1992 gekk söngkonan Margrét Eir Hjartardóttir til liðs við sveitina en hún hafði unnið Söngkeppni framhaldsskólanna árið áður. Aðrir meðlimir hennar lengst af voru Gylfi Már Hilmisson slagverksleikari og söngvari, Ari…