Afmælisbörn 23. desember 2025

Þrír tónlistarmenn eru skráðir afmælisbörn hjá Glatkistunni í dag, Þorláksmessu: Árni Blandon (Einarsson) tónlistarmaður, leikari, húsasmiður, sálfræðingur og bókmenntafræðingur er sjötíu og fimm ára gamall í dag. Árni ásamt Kristínu Lilliendahl gaf út plötu árið 1975 undir nafninu Söngfuglarnir, sem naut feikilegra vinsælda, einkum lagið Ég skal mála allan heiminn, en áður hafði hann leikið…

Afmælisbörn 23. desember 2024

Þrír tónlistarmenn eru skráðir afmælisbörn hjá Glatkistunni í dag, Þorláksmessu: Árni Blandon (Einarsson) tónlistarmaður, leikari, húsasmiður, sálfræðingur og bókmenntafræðingur er sjötíu og fjögurra ára gamall í dag. Árni ásamt Kristínu Lilliendahl gaf út plötu árið 1975 undir nafninu Söngfuglarnir, sem naut feikilegra vinsælda, einkum lagið Ég skal mála allan heiminn, en áður hafði hann leikið…

Afmælisbörn 23. desember 2023

Þrír tónlistarmenn eru skráðir afmælisbörn hjá Glatkistunni í dag, Þorláksmessu: Árni Blandon (Einarsson) tónlistarmaður, leikari, húsasmiður, sálfræðingur og bókmenntafræðingur er sjötíu og þriggja ára gamall í dag. Árni ásamt Kristínu Lilliendahl gaf út plötu árið 1975 undir nafninu Söngfuglarnir, sem naut feikilegra vinsælda, einkum lagið Ég skal mála allan heiminn, en áður hafði hann leikið…

Haukur Hauksson (1963-)

Söngvarinn Haukur Hauksson var nokkuð áberandi í íslensku tónlistarlífi um nokkurra ára skeið undir lok níunda áratugar síðustu aldar og nokkuð fram á tíunda áratuginn en hann sendi þá m.a. frá sér sólóplötu og kom við sögu bæði í Eurovision undankeppninni og Landslaginu. Haukur er fæddur 1963 og er bróðir Eiríks Haukssonar söngvara, ekki er…

Haukur Hauksson ekkifréttamaður (1991-)

Fjölmiðlamaðurinn Haukur Hauksson ekkifréttamaður var hugarfóstur leikarans Hjálmars Hjálmarssonar og varð til snemma á tíunda áratug síðustu aldar, hann naut um tíma töluverðra vinsælda. Haukurinn kom fyrst fram á sjónarsviðið í síðdegisútvarpsþætti Rásar 2 sem óðamála fréttamaður þar sem hann var með eins konar stutt innslög um málefni sem brunnu þá á þjóðinni en þar…

Stjörnuliðið (1988)

Hljómsveit sem bar nafnið Stjörnuliðið starfaði um nokkurra mánaða skeið árið 1988. Sveitin kom fyrst fram um vorið 1988 þegar hún lék á Brodway en um sumarið fór hún eitthvað víðar um landið. Stjörnuliðið var síðsumars skipað þeim Jóhanni Helgasyni söngvara, Eddu Borg söngkonu og hljómborðsleikara, Birni Thoroddsen gítarleikara, Stefáni S. Stefánssyni saxófónleikara, Bjarna Sveinbjörnssyni…

Stjórnin [1] (1987-88)

Það er ekki á allra vitorði en áður en hljómsveitin Stjórnin hin eina sanna (með Sigríði Beinteinsdóttur og Grétari Övarssyni) var stofnuð var önnur sveit starfandi undir sama nafni og að hluta til skipuð sama mannskap. Stjórnin hin fyrri var líklega stofnuð einhvern timann á árinu 1987 og starfaði í nokkra mánuði fram undir vorið…

Sprakk (1988-91)

Hljómsveitin Sprakk var starfrækt á höfuðborgarsvæðinu um þriggja ára skeið í kringum 1990, reyndar með einhverjum hléum en sveitin lék víða á dansleikjum bæði utan og innan borgarmarkanna. Sprakk var stofnuð á fyrri hluta árs 1988 og þá voru í henni Hafþór Guðmundsson trommuleikari, Kjartan Valdemarsson hljómborðsleikari, Þórður Guðmundsson bassaleikari, Eðvarð Lárusson gítarleikari og Haukur…

Belfigor (1984-85)

Hljómsveitin Belfigor starfaði í Garðabænum í um eitt ár, frá hausti 1984 og fram á síðsumar 1985. Meðlimir sveitarinnar voru Helga Bryndís Magnúsdóttir hljómborðsleikari, Eiður Arnarsson bassaleikari, Hilmar Jensson gítarleikari, Birgir Baldursson trommuleikari og Haukur Hauksson söngvari.

Dykk (1990)

Hljómsveitin Dykk var starfandi upp úr 1990. Hún átti lög á safnplötunni Landvættarokk og var þá skipuð þeim Hauki Haukssyni söngvara, Jóni Elvari Hafsteinssyni gítarleikara (Stjórnin o.fl.), Guðmundi Stefánssyni trommuleikara og Jóni Ómari Erlingssyni bassaleikara (Sóldögg o.fl.). Ekki liggja fyrir frekari upplýsingar um Dykk en þær væru vel þegnar.