Svörtu kaggarnir (1990-94)

Hljómsveitin Svörtu kaggarnir var rokkabillýsveit starfrækt á Akureyri og var nokkuð virk á tónleikasviðinu um tíma þann tíma er sveitin starfaði á fyrri hluta tíunda áratugarins. Svörtu kaggarnir voru stofnaðir síðsumars 1990 á Akureyri en sveitin var stofnuð upp úr annarri sveit af þeim Kristjáni Ingimarssyni bassaleikara og söngvara og Konráði Vilhelm Sigursteinssyni gítarleikara en…

Græni bíllinn hans Garðars (1987-93 / 2001-)

Hljómsveitin Græni bíllinn hans Garðars er líkast til þekktasta hljómsveit Bíldudals ásamt Facon en sveitin var öflug í ballspilamennsku á Vestfjörðum á árunum í kringum 1990. Kjarna sveitarinnar skipuðu nokkrir félagar á Bíldudal sem höfðu spilað nokkuð saman, og sumarið 1987 var sett saman sveit til að spila á böllum. Þetta voru þeir Þórarinn Hannesson…

Vesturfararnir (1987-89)

Hljómsveitin Vesturfararnir varð til haustið 1987 þegar þrír brottfluttir Bílddælingar fengu það verkefni að setja saman hljómsveit fyrir árshátíð Leikfélagsins Baldurs á Bíldudal. Þremenningarnir voru þeir Gísli Ragnar Bjarnason gítarleikari, Helgi Hjálmtýsson bassaleikari og Þórarinn Hannesson gítarleikari og söngvari en auk þeirra léku á árshátíðinni feðgarnir Ástvaldur Hall Jónsson hljómborðsleikari og Viðar Örn Ástvaldsson trommuleikari…

Hljómsveit hússins [3] (1993-96)

Hljómsveit hússins starfaði á árunum 1992-96 en hún hafði verið stofnuð í Reykjavík af þremur félögum sem höfðu verið saman í Héraðsskólanum í Reykholti nokkru áður. Þetta voru þeir Axel Cortes bassaleikari, Jóhannes Freyr Stefánsson gítar- og munnhörpuleikari og Hjalti Jónsson trymbill. 1993 bættist söngvarinn og gítarleikarinn Bjarni Þór Sigurðsson í sveitina en hann hafði…

Ópíum (1999-2003)

Hljómsveitin Ópíum var stofnuð á Akureyri snemma árs 1999 og hófu snemma að spila á sveitaböllum fyrir norðan. Sama vor tók sveitin þátt í Músíktilraunum þar sem hún komst í úrslit en meðlimir voru þeir Sverrir Páll Snorrason trommuleikari, Hrafnkell Brimar Hallmundsson, Hjalti Jónsson söngvari og gítarleikari og Davíð Þ. Helgason bassaleikari. Tónlist Ópíum mátti skilgreina…