Söngfélag Hólaskóla (um 1890)

Lítið er vitað um félagsskap sem bar nafnið Söngfélag Hólaskóla en það var stofnað hausið 1890 meðal skólapilta í Bændaskólanum á Hólum í Hjaltadal og átti m.a. að styðja kirkjusönginn í Hólakirkju. Söngkennsla var líkast til við skólann en hversu samfelld hún var og hversu virkt söngfélagið var á þessum árum er óljóst, þá vantar…

Söngfélag Hofsóss (1909-40)

Söngfélag eða kór starfaði á Hofsósi um líklega þriggja áratuga skeið á fyrri hluta tuttugustu aldar, ekki liggur fyrir hvort það bar eitthvert nafn en hér er það kallað Söngfélag Hofsóss. Söngfélag Hofsóss var stofnað 1909 og var Páll Erlendsson bóndi á Þrastarhóli að stjórnandi þess alla tíð en hann fluttist til Siglufjarðar árið 1940…

Skólakór Bændaskólans á Hólum (1920-84)

Við Bændaskólann á Hólum í Hjaltadal var lengi vel fjörugt sönglíf enda var söngkennsla hluti af náminu hér fyrrum, þar var stundum skólakór starfandi. Bændaskólinn á Hólum í Hjaltadal var stofnaður árið 1882 en litlar upplýsingar er að finna um hvernig söngkennslu og kóramenningu var háttað fyrstu áratugina, þó var þar um tíma að minnsta…

Grallarinn [annað] (1594-)

Graduale eða svonefndur „Grallari“ í daglegu tali, var sálmabók með nótum gefin út af Guðbrandi Þorlákssyni Hólabiskupi, fyrst árið 1594 en frá og með sjöttu útgáfu Grallarans (1691) var hún prentuð með söngfræði, rituð af Þórði Þorlákssyni þáverandi Hólabiskupi, undir nafninu Appendix. Þau fræði voru þau fyrstu sinnar tegundar sem rituð voru á Íslandi og…

Guðbrandur Þorláksson biskup (1542-1627)

Guðbrandur Þorláksson biskup á Hólum (f. 1542) gaf út fjöldann allan af bókum á sinni tíð en prentsmiðja hafði verið flutt til landsins um 1530 og var staðsett á Hólum, mest voru þetta bækur trúarlegs eðlis eins og biblían (Guðbrandsbiblían 1584) og sálmabækur ýmis konar. Þeirra frægust er Graduale, ein almennileg messusöngsbók (1594), sú sem…