Húsdraugarnir (1996-97)

Óskað er eftir upplýsingum um hljómsveit sem starfaði á Hólmavík undir lok síðustu aldar, að minnsta kosti á árunum 1996 og 96 en sú sveit lék nokkuð á heimaslóðum, á Cafe Riis á Hólmavík um verslunarmannahelgarnar bæði árin en einnig á dansleik í félagsheimilinu Árnesi í Trékyllisvík sumarið 1996. Hér vantar upplýsingar um meðlimi og…

Hólmavíkursystur (?)

Óskað er eftir upplýsingum um svokallaðar Hólmavíkursystur sem mun hafa verið sönghópur kvenna sem söng á opinberum vettvangi og við ýmis tækifæri. Engar frekari upplýsingar er að finna um þennan sönghóp, hvorki stærð hans eða hvenær hann starfaði, og hvað þá hverjar skipuðu hann en upplýsingar þess eðlis má senda Glatkistunni, með fyrirfram þökkum.

Hljómsveit Sveinbjörns Dýrmundssonar (1992-93)

Hljómsveit Sveinbjörns Dýrmundssonar var starfandi á Hólmavík veturinn 1992 til 93 að minnsta kosti, hugsanlega lengur en heimildir um þessa sveit eru af skornum skammti. Sveinbjörn var sjálfur bassaleikari sveitarinnar og einnig var gítarleikarinn Eyþór Rafn Gissurarson í henni en upplýsingar vantar um aðra meðlimi hennar.

Hljómsveitakeppni Skeljavíkurhátíðarinnar [tónlistarviðburður] (1987)

Tvívegis var blásið til útihátíðar í Skeljavík á síðari hluta níunda áratugarins en Skeljavík er rétt sunnan við Hólmavík á Ströndum. Í síðara skiptið sem Skeljavíkurhátíðin var haldin (1987) var hljómsveitakeppni meðal dagskrárliða en hún mun hafa farið fram með þeim hætti að á laugardeginum var undankeppni en úrslit á sunnudeginum. Í verðlaun voru hljóðverstíma…

Sko (1986)

Hljómsveitin Sko frá Hólmavík starfaði um miðjan níunda áratug síðustu aldar en upplýsingar um þessa hljómsveit eru afar takmarkaðar. Sko lék á Skeljavíkurhátíð um verslunarmannahelgina 1986 og hafði þá líklega verið starfandi um tíma en annað liggur ekki fyrir um sveitina og er því hér með óskað eftir upplýsingum um hana, starfstíma og meðlima- og…

Skeljavíkurhátíðin [tónlistarviðburður] (1986-87)

Útihátíð var haldin við Skeljavík á Ströndum tvívegis á síðari hluta níunda áratugar síðustu aldar, hátíðin var ekki beinlínis í alfaraleið og var það án efa skýringin á því hvers vegna hún var ekki haldin oftar en aðsókn var fremur dræm, Vestfirðingar mættu þó vel á hátíðina. Skeljavík er steinsnar frá Hólmavík á Ströndum og…

Gunnar Þórðarson (1945-)

Enginn þarf að velkjast í vafa um að Gunnar Þórðarson er eitt allra stærsta nafn íslenskrar tónlistarsögu, klárlega á topp fimm án þess að nokkur dómur sé hér lagður á vægi eins eða neins í því samhengi. Gunnar hefur í ríflega hálfa öld starfað að tónlist, þróast með straumum og stefnum hvers tíma innan hennar…

Þyrlar (1970-85)

Hljómsveitin Þyrlar var áberandi á Hólmavík og Ströndum um árabil, enda var hún aðalhljómsveit svæðisins í hátt í tvo áratugi og lék á helstu skemmtunum og böllum. Þyrlar voru stofnaðir um 1970  (nákvæm tímasetning liggur ekki fyrir og upphaf sveitarinnar gæti allt eins þess vegna hafa verið mun fyrr) og eins og gengur með langlífar…

Falski Fói (1991)

Falski fói er hljómsveit frá Hólmavík en hún var starfandi 1991. Sveitin átti lag á safnplötunni Húsið sem út kom það ár en þá var Atli Engilbertsson einn meðlima sem nafngreindur var. Ekki liggja fyrir frekari upplýsingar um sveitina, hvorki um meðlimi né líftíma hennar.

Fnykur frændi (1991-92)

Hljómsveit með þessu nafni gæti hafa verið starfandi á Hólmavík upp úr 1990, líklega 1991 og 92. Hugsanlegir meðlimir hennar gætu hafa verið Guðmundur Þórðarsson, Árni Brynjólfsson, Steindór Gunnarsson, Atli Engilberts og Ólafur Númason. Ekki er vitað um hljóðfæraskipan sveitarinnar en allar upplýsingar eru vel þegnar.