Sko (1986)

Hljómsveitin Sko frá Hólmavík starfaði um miðjan níunda áratug síðustu aldar en upplýsingar um þessa hljómsveit eru afar takmarkaðar.

Sko lék á Skeljavíkurhátíð um verslunarmannahelgina 1986 og hafði þá líklega verið starfandi um tíma en annað liggur ekki fyrir um sveitina og er því hér með óskað eftir upplýsingum um hana, starfstíma og meðlima- og hljóðfæraskipan – myndefni væri jafnframt kostur.