Lási skó

Lási skó
(Lag / texti: erlent lag / Valgeir Sigurðsson)

Viðlag
A ha, ójá, áður fyrr margt hjarta ástfangið sló,
a ha, ójá, eins var líka settur hæll undir skó.

Í litlum bæ átti heima Lási skó.
Hann löngum sat þar í spekt og ró,
og gerði við og endurbætti margt sem illa fór
með ónýtan hæl var margur glansandi skór.
Og enginn sem hann var kvenfólki kær,
hann kunni á stúlknanna hæl og tær.
Þótt veraldargæðin væru honum kröpp,
þá vildu nú stundum sumar taka hann á löpp.

viðlag

Hann kyssti þær á kinn ofur létt
og kannski tók um ökklana rétt svona þétt.
En ei heldur meir, það var öldungis frá,
og aldrei þessum fasta vana augnaráð heitt
hann átti í leyni, þó hann segði ekki neitt.

viðlag

Hann sagði það fáum en sagði það þó,
já, svona glettist ástin við hann Lása skó.
Já, þær eru góðar og þýðlyndar,
en þær eru dætur mínar langflestar.

viðlag

[af plötunni Póló og Bjarki – [ep]]