Glókollur
(Lag og texti Birgir Marinósson)
Sofðu nú sonur minn kær,
senn kemur nótt.
Úti hinn blíðasti blær,
bærist svo hljótt.
Út í hið kyrrláta kvöld,
kveð ég minn óð,
sem fléttast við öldunnar
fegurstu ljóð.
Í svefnhöfgans sætleika inn,
svífi þín önd.
Gæti þín glókollur minn,
guðs milda hönd.
Dýrlegum draumaheimi’ í
dvel þú um stund,
uns morgunsól blíðlega brosir
mót blómstrandi grund.
[m.a. á pötunni Svona var 1967 – ýmsir]