Ég bíð þín [2]

Ég bíð þín
(Lag / texti: erlent lag / Birgir Marinósson)

Hvað er það sem þú vilt mér segja, ó vinur kær,
mér virðist eitthvað svo undarlegt við þig.
Þú ætlar kannski að segja mér að þú sért að fara
að sigla burtu og yfirgefa mig.

Þá mun ég öllum stundum horfa út á hafið,
og innst í hjarta mínu undurblítt mun faðma þig.
Ég veit þú kemur einhvern tíma aftur til mín,
og ástin gefur að nýju birtu og yl,
hve unaðslegt þá verður að vera til.

[m.a. á plötunni Póló & Erla [ep]