Hin ljúfa þrá

Hin ljúfa þrá
(Lag og texti: Birgir Marinósson)

Þegar vordísin blítt móti blómi hlær,
þá af brennandi lífsgleði hjarta mitt slær.
Þegar lækirnir hjal og hvíslast á,
sit ég hljóð og mig langar að tala við þá.

Segja að ást mín sé aðeins helguð þér
ó, hve hjarta mitt þráði þú værir mér hjá.
En mína heitustu ósk til þín blærinn ber,
ásamt brennandi kossi um heiðloftin blá.

[af plötunni Póló & Erla [ep]]