Ég labbaði inn á Laugaveg

Ég labbaði inn á Laugaveg
(Lag / texti: þjóðlag / Ingimundur (duln. Kristján Linnet))

Ég labbaði inn á Laugaveg um daginn,
ljúfri mætti ég og heilsaði snót.
Var hún lagleg? Var hún stór?
Var hún holdug “jerior”.
Hún var sívöl, sem hálf flaska af bjór.

Ég heilsaði henni rétt sísosum svona:
Sælar verið þér, fröken mín góð!
Henni að mér óðar vatt,
ofan tók minn brennivíns hatt,
fóðrið úr honum í þessu datt.

Af því varð ég óttalega sneyptur.
En hún mælti mitt sívala fljóð.
Yndisleg í anda og sál:
Ef þig vantar spotta og nál,
ég skal hjálpa – ég held að það sé mál!

Þá sá ég að þetta var hún Gunna,
þvegin, strokin með nýfengið sjal.
Hættir sagan hér og dvín,
hattinn legg ég inn til þín.
Það var hvort sem er þjónustan mín.

[m.a. á plötunni Tryggvi Tryggvason og félagar – Tryggvi Tryggvason og félagar 1]