Sólarlag í Reykjavík

Sólarlag í Reykjavík
(Lag og texti Jenni Jónsson)

Er sólin skín á Sundin
gárar titra og glóa,
glansandi jökull ætíð þögull stendur vörð.
Útsýnið er fagur, yfir Faxaflóa,
fjallahringsins tign með háa tinda sína og skörð.

Við sundin blá um kvöld er sætt og ljúft að vaka,
að sjá þá fegurð – hún er draumi lík.
Þar friður er og ró og fuglar glaðir kvaka.
Við fagurt sólarlag um sumarkvöld í Reykjavík.

[m.a. á plötunni Alfreð Clausen – Manstu gamla daga]