Hreyfilsvalsinn

Hreyfilsvalsinn
(Lag og texti Jenni Jóns)

Í Hreyfils bifreið brunum við,
um bjartan sumardag.
Í mjúkum sætum hlið við hlið
er hugljúft sungið lag.

Og hvað er sælla um sumartíð
en svífa um dal og grund,
er sólin vermir, brosir blíð
á bjartri gleðistund.

Til Álftavatnsins flýtum för
í fríðan skógarlund.
Við hjartans yl er öndin ör,
og ástrík fögur sprund.

Og þá er kátt og dansað dátt
tra-la-la-la-la-la.
Og leikið, hlegið, lifað hátt,
tra-la-la-la-la-la.

[m.a. á plötunni Elly Vilhjálms og Einar Júlíusson – Elly Vilhjálms og Einar Júlíusson syngja lög Jenna Jóns]