Meyjarmissir

Meyjarmissir (Björt mey og hrein)
(Lag / texti: þjóðlag / Stefán Ólafsson)

Björt mey og hrein
mér unni ein,
á Ísa – köldu – landi.
Sárt ber ég mein fyrir silkirein
sviftur því tryggðabandi.

Það eðla fljóð gekk aðra slóð,
en ætlað hafði ég lengi,
daprast því hljóð, en dvínar móð
dottið er fyrra gengi.

[m.a. á plötunni Hamrahlíðarkórinn – Íslensk þjóðlög]