Í Egilsstaðaskógi

Í Egilsstaðaskógi
(Lag / texti: Þórhallur Stefánsson / Sigrún Eiríksdóttir)

Í birkilaut við sitjum bæði
einn blækyrran hásumarsdag
og hlustum í hrifningu og næði
á heillandi söngfugla brag.

Í fjarska er fossniður þungur,
en flúðin í ánni er nær,
og hérna vex birkið um bungur,
og blágresið hvarvetna grær.

Lækurinn hjalar,
lítill og tær,
við blóm á bala
blikandi skær.

Í skógi er fegurð og friður,
því flúðin hún raular sitt lag.
Og seiðandi söngfugla kliður.
Já, sælt er að lifa þann dag.

[m.a. á plötunni Erla Þorsteinsdóttir – Stúlkan með lævirkjaröddina]