Bjartar stjörnur blika

Bjartar stjörnur blika
(Lag og texti Jón Sigurðsson (bankamaður))

Norðurljósin braga í bláum himingeim,
bjartar stjörnur sindra á dimmri nótt.
Mánans eina auga lítur yfir hálfan heim
í húmi sefur jörðin vært og rótt.

Hann sér þau læðast saman ein,
þau sofa ei þetta kveld.
Þau kvíða ekki kaldri nótt,
þau kveikja sjálf sinn eld.
En norðurljósin braga í bláum himingeim
og bjartar stjörnur sindra á dimmri nótt.

[m.a. á plötunni Helena Eyjólfsdóttir – Hvítu mávar]