Að kvöldi dags

Að kvöldi dags
(Lag / texti: erlent lag / Þorsteinn Eggertsson)

Að kvöldi dags
komst þú ein,
og kysstir mig, ung og hrein.
Í sælu sveif ég með þér.
Þú sagðir að
þú ynnir með mér.

Og nóttin kom
þá naut ég þín,
og nóttin hvarf,
og þú varst mín.

Ég kyssti andlit þitt,
og augun blá
og þrái enn,
að vera þér hjá,
að kvöldi dags,
og þú mér hjá.

[m.a. á plötunni Hljómar – Hljómar II]