Gunnar Þórðarson (1945-)

Enginn þarf að velkjast í vafa um að Gunnar Þórðarson er eitt allra stærsta nafn íslenskrar tónlistarsögu, klárlega á topp fimm án þess að nokkur dómur sé hér lagður á vægi eins eða neins í því samhengi. Gunnar hefur í ríflega hálfa öld starfað að tónlist, þróast með straumum og stefnum hvers tíma innan hennar…

Þyrlar (1970-85)

Hljómsveitin Þyrlar var áberandi á Hólmavík og Ströndum um árabil, enda var hún aðalhljómsveit svæðisins í hátt í tvo áratugi og lék á helstu skemmtunum og böllum. Þyrlar voru stofnaðir um 1970  (nákvæm tímasetning liggur ekki fyrir og upphaf sveitarinnar gæti allt eins þess vegna hafa verið mun fyrr) og eins og gengur með langlífar…

Falski Fói (1991)

Falski fói er hljómsveit frá Hólmavík en hún var starfandi 1991. Sveitin átti lag á safnplötunni Húsið sem út kom það ár en þá var Atli Engilbertsson einn meðlima sem nafngreindur var. Ekki liggja fyrir frekari upplýsingar um sveitina, hvorki um meðlimi né líftíma hennar.

Fnykur frændi (1991-92)

Hljómsveit með þessu nafni gæti hafa verið starfandi á Hólmavík upp úr 1990, líklega 1991 og 92. Hugsanlegir meðlimir hennar gætu hafa verið Guðmundur Þórðarsson, Árni Brynjólfsson, Steindór Gunnarsson, Atli Engilberts og Ólafur Númason. Ekki er vitað um hljóðfæraskipan sveitarinnar en allar upplýsingar eru vel þegnar.