Hlekkir (1975-77)

Unglingahljómsveitin Hlekkir starfaði í Digranesskóla í Kópvogi um nokkurra ára skeið á síðari hluta áttunda áratugarins, frá1975 og til 1977 eða 78 en sumarið 1978 kom fram hljómsveit sem bar nafnið Ævar og var líklega stofnuð upp úr Hlekkjum. Meðlimir Hlekkja voru þeir Birgir Baldursson trommuleikari, Jóhann Morávek bassaleikari, Gunnsteinn Ólafsson hljómborðsleikari, Þröstur Þórisson gítarleikari…

Swingbræður [1] (1979-80)

Hljómsveitin Swingbræður er flestum gleymd og grafin en hennar hefur verið minnst sem fyrstu hljómsveitar Sigurðar Flosasonar saxófónleikara. Swingbræður var unglingahljómsveit, líklega stofnuð árið 1979 en hún kom fyrst fram í upphafi árs 1980 og vakti þá strax athygli enda hafði hún að geyma kornunga djasstónlistarmenn, 16-18 ára gamla en þá hafði verið eins konar…

Jan Morávek (1912-70)

Jan Morávek var tékkneskur tónlistarmaður sem fluttist til Íslands eftir stríð ekki ósvipað öðrum erlendum tónlistarmönnum, ílentist hér og starfaði til dauðadags. Morávek fæddist 1912 í Vín í Austurríki, var með eindæmum fjölhæfur tónlistarmaður og var sagður leika á um fjölda hljóðfæri. Hann kynntist fyrri eiginkonu sinni, Svanhvíti Egilsdóttur söngkonu, í Vín og fluttust þau…

Hljómsveit Hauks Þorvaldssonar [2] (1980-)

Hljómsveit Hauks Þorvaldssonar hefur starfað um árabil og er sjálfsagt ein lífseigasta virka hljómsveit landsins. Sveitin á rætur sínar að rekja til Hafnar í Hornafirði og líklega allt aftur til 1980 eða fyrr. Sagan segir reyndar að Haukur hafi starfrækt aðra sveit undir eigin nafni á æskustöðvum sínum á Eskifirði ásamt Ellert Borgari Þorvaldssyni og…

Kópabandið (1976-79)

Kópabandið var níu manna sveit, afsprengi Skólahljómsveitar Kópavogs og starfaði líklega á árunum 1976-79. Þessi sveit hafði að geyma nokkra meðlimi sem síðar áttu eftir að vekja athygli á öðrum vettvangi í tónlistarheiminum s.s. Birgir Baldursson trommuleikara og Jóhann Morávek bassaleikara og kórstjórnanda. Einnig er hugsanlegt að Sigurður Flosason saxófónleikari hafi verið í Kópabandinu en…

LagEr (1980-81)

Hljómsveitin LagEr varð ekki langlíf, starfaði um nokkurra mánaða skeið veturinn 1980-81. Meðlimir hennar voru Þröstur Þorbjörnsson gítarleikari, Jón Björgvinsson trommuleikari, Jóhann Morávek bassaleikari, Ólafur Örn Þórðarson hljómborðsleikari (ein heimild segir Ólafur Sigurðsson) og Jón Rafn Bjarnason söngvari. Sá síðarnefndi hafði einmitt stuttu áður sent frá sér litla tveggja laga sólóplötu. LagEr var sem fyrr…