Hljómsveit Jóhanns Tryggvasonar (1940)

Hljómsveit Jóhanns Tryggvasonar virðist hafa verið sett saman einvörðungu til að leika undir söng Hallbjargar Bjarnadóttur á tónleikum í Gamla bíói haustið 1940 en söngkonan kom þá til landsins og hélt hér nokkra tónleika. Jóhann þessi var þekktur kórastjórnandi og söngkennari en stjórnaði einnig lúðrasveitum, en engar frekari upplýsingar er að finna um þessa sveit…

Svölur (1941-49)

Telpnakórinn Svölur starfaði um nokkurra ára skeið á fimmta áratug síðustu aldar og setti þá heilmikinn svip á sönglíf Reykvíkinga en kórinn kom fram við ýmis hátíðleg tækifæri, t.a.m. á sumardaginn fyrsta sem þá var í hávegum hafður. Það var Jóhann Tryggvason söngkennari við Austurbæjarskóla sem setti Svölurnar á laggirnar haustið 1941 úr úrvali efnilegra…

Tónatríó [1] (1956-64)

Dalvíska hljómsveitin Tónatríó var vinsæl ballsveit um árabil í Svarfaðardalnum og nærsveitum og fjölmargir komu við sögu hennar. Tónatríó var stofnuð 1956 og voru meðlimir hennar lengstum Ingólfur Jónsson píanó- og harmonikkuleikari, Vilhelm Guðmundsson söngvari, harmonikku- og saxófónleikari og Sigurður Jónsson trommuleikari, Reinald Jónsson var trymbill sveitarinnar í upphafi. Sveitin var starfandi í sjö ár,…

Templarakórinn (1932-63)

Góðtemplarar (IOGT – félag bindindisfólks) starfræktu blandaðan kór í áratugi sem oftast gekk undir nafninu Templarakórinn en einnig Söngfélag IOGT, Kór IOGT, Kór Templara, Samkór IOGT, IOGT kórinn o.fl. Tilurð kórsins var sú að sumarið 1932 fór hópur Templara í skemmtiferð til Þingvalla og þar var sungið mikið, sú hugmynd kom því upp að stofna…

Samkór Reykjavíkur [1] (1943-55)

Samkór Reykjavíkur starfaði í um áratug um miðja síðustu öld, erfitt reyndist þó að manna söngstjórastöðu fyrir þennan fjölmennasta kór landsins og svo fór að lokum að starfsemi hans lagðist niður. Það var Jóhann Tryggvason sem hafði veg og vanda að stofnun kórsins en byrjað var að auglýsa eftir söngfólki um haustið 1942, hann var…

Karlakórinn Bragi [2] (um 1930-40)

Afar takmarkaðar upplýsingar er að finna um Karlakórinn Braga sem starfaði á Dalvík. Svo virðist sem kórinn hafi verið stofnaður snemma á fjórða áratug liðinnar aldar af Jóhanni Tryggvasyni, sem hafi svo stýrt honum lengst af. Stefán Bjarman hafi tekið við kórstjórninni árið 1937 og stýrt kórnum í tvö eða þrjú ár áður en hann…

Karlakórinn Ernir [3] (1936-44)

Karlakórinn Ernir hinn reykvíski, á sér um átta ára sögu en kórinn starfaði á fjórða og fimmta áratug síðustu aldar. Upphaflega var kórinn settur saman fyrir skemmtiatriði á skemmtun innan Strætisvagna hf. en Ólafur Þorgrímsson forstjóri fyrirtækisins hafði forgöngu um það atriði. Ólafur sá sjálfur um að stjórna kórnum og mæltist söngurinn það vel fyrir…