Hljómsveit Gunnars Þórðarsonar (1975 / 1983-2018)

Hljómsveitir í nafni Gunnars Þórðarsonar skipta líklega tugum, sú fyrsta var líkast til sett saman árið 1975 en frá árinu 1983 stjórnaði hann fjöldanum öllum af hljómsveitum sem léku í tónlistarsýningum á Broadway, Hótel Íslandi og miklu víðar. Upplýsingar um þessar sveitir eru mis aðgengilegar enda sáu þær mestmegnis um vandaðan undirleik á framangreindum sýningum…

Hljómsveit I. Eydal (1993-99)

Hljómsveit I. Eydal var í raun sama hljómsveit og Hljómsveit Ingimars Eydal sem hafði starfað um áratuga skeið á Akureyri en þegar Ingimar lést snemma árs 1993 var afráðið að sveitin starfaði áfram undir þessu nafni – þá var dóttir Ingimars, Inga Dagný Eydal söngkona hljómsveitarinnar þannig að I-ið í nafni sveitarinnar gat staðið fyrir…

Hálf sex (1975-81)

Litlar upplýsingar er að finna um danshljómsveit sem starfaði undir nafninu Hálf sex, líkast til á Kirkjubæjarklaustri eða þar í kring um nokkurra ára skeið á áttunda áratug síðustu aldar og fram á þann níunda. Hálf sex var líklega stofnuð árið 1975 og spilaði nokkuð næstu árin en virðist svo hafa verið endurvakin árið 1981…

Skólahljómsveitir Tónlistarskólans á Akureyri (1956-)

Innan Tónlistarskólans á Akureyri (Tónlistarskóla Akureyrar) hefur jafnan verið blómlegt hljómsveitastarf og voru áttundi og níundi áratugur síðustu aldar einkar blómlegir hvað það varðar, erfitt er að henda reiður á fjölda þeirra því þær hafa verið af alls konar tagi og af ýmsum stærðum. Tónlistarskólinn á Akureyri var stofnaður 1946 og þrátt fyrir að eiginleg…

Flat 5 [2] (1997)

Haustið 1997 var starfrækt tríó á Akureyri undir nafninu Flat 5 / Flat five (ᵇ5) en hún kom kom í nokkur skipti í heimabænum og flutti m.a. jólalög í djassútsetningum. Meðlimir tríósins voru þeir Kristján Edelstein gítarleikari, Jón Rafnsson kontrabassaleikari og Haukur Pálmason trommuleikari.

Fjórir fjörugir [2] (1994-99)

Hljómsveitin Fjórir fjörugir starfaði á Akureyri í nokkur ár seint á síðustu öld og lék austu-evrópska tónlist í bland við annað. Sveitin kom fyrst fram á sjónarsviðið 1994 og kallaðist þá Fjórir fjörugir á Týrólabuxum, það nafn hélst við þá félaga í um tvö ár en eftir það styttu þeir það og kölluðu sig eftir…

Fitlar (1994-95)

Djasstríóið Fitlar starfaði í um eitt ár 1994-95 eða frekar mætti segja að tríóið hafi komið saman í tvígang, haustið 1994 og vorið 1995 en meðlimir þess voru annars vegar frá Akureyri og hins vegar Reykjavík. Það voru þeir Jón Rafnsson kontrabassaleikari og Ingvi Rafn Ingvason sem voru fulltrúar Norðlendinga í sveitinni en Jóel Pálsson…

Combo Atla Örvarssonar (1997)

Combo Atla Örvarsson kom fram á tónleikum í Deiglunni á Akureyri sumarið 1997 og var þetta í eina skiptið sem combo-ið kom fram enda var Atli þá við tónlistarnám í Bandaríkjunum. Meðlimir sveitarinnar auka Atla sem lék á hljómborð, voru Kristján Edelstein gítarleikari, Jón Rafnsson bassaleikari og Jóhann Hjörleifsson trommuleikari.

Gildran (1985-2013)

Rokkhljómsveitin Gildran starfaði í áratugi í Mosfellsbænum / Mosfellssveitinni og var lengi órjúfanlegur hluti af  menningarlífi bæjarins. Sveitin sendi frá sér fjölda platna, náði um tíma allnokkrum vinsældum en þó aldrei nægum til að teljast meðal allra stærstu böndum landsins, þrautseigja er hugtak sem nokkrir blaðamenn notuðu um sveitina en mörgum þótti með ólíkindum hversu…

Marmelaði (1993-94)

Hljómsveitin Marmelaði (Marmilaði) frá Akureyri starfaði árin 1993 og 94 og lék á dansleikjum víðs vegar um landið. Meðlimir sveitarinnar voru þeir Karl Örvarsson söngvari [?], Jakob Jónsson gítarleikari [?], Jón Rafnsson bassaleikari [?] og Valur Halldórsson trommuleikari [?].

Titanic [3] (2004)

Glatkistan óskar eftir upplýsingum um tríóið Titanic sem starfaði árið 2004, mögulega meðlimi þess, starfstíma o.s.frv. Fyrir liggur að Jón Rafnsson hefur verið í sveit með þessu nafni en hvort um er að ræða þessa sveit eða ekki aðra er ekki kunnugt.

Rafmagnaðir tónleikar með Guitar Islancio

Það átti enginn von á þessu. Þeir Björn Thoroddsen, Gunnar Þórðarsson og Jón Rafnsson í Guitar Islancio verða með rafmagnaða tónleika í orðsins fyllstu merkingu á Café Rosenberg föstudagskvöldið 16. desember. Kl 22:00. Þeir eru rokkhundar inn við beinið og ætla að sýna það og sanna, enda komnir með trommara, hann Fúsa Óttars. Guitar Islancio…